fimmtudagur, 18. nóvember 2004

Jæja, það er bara kominn fimmtudagur...

Ótrúlegt hvað vikunni tekst alltaf að líða hratt....
Í gær var miðvikudagur og ég mætti hress og kát í Jógafötunum í leikfimistíma... Enda er ég í Jóga ( Já Svava, búin að prufa buxurnar :) Nei nei, haldiði ekki bara að í salnum standi fallegur, dökkhærður maður sem sagði JÆJA! Nú ætlum við að dansa, ég get bara sagt það hér og nú að ég kann EKKI að dansa en ákvað nú að gefa manninum séns þar sem hann var nú svoldið sætur.
REyndar átti ég ekki að dansa við hann, heldur við bara þennan og hinn en hann kenndi okkur bara ágætlega að dansa Foxtrott og Salsa, ekki það að ég held að ég kunni að nota þessa dansa á næsta réttarballi, en sjáum til.

ATH:
2 Snafsar verða á Celtic Cross þarnæstu helgi (Svona fyrir þá sem mættu ekki síðustu helgi)

Stefnan er samt sem áður tekin austur um helgina og aldrei að vita nema við í stóru sveitinni setjum bara upp prógramm fyrir áramótaball?!!!!!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig