þriðjudagur, 23. nóvember 2004

Jájá, hér er ég

Fór austur um helgian og átti nú ÆÆÆRLEGA að slappa af. kom seint en síðar meir austur og kíkti á hljómsveitaræfingu, hún stóð reyndar stutt yfir enda var rútur ekki heima en hann ætlaði að koma á laugardeginum austur, skellti síðan bílnum mínum inn á verkstæði í þiðningu enda var hann jafn freðinn og frosinn kjúklingur... Tók svo bara Raminn og rúntaði út í skúr til einsa og Hauks þar sem ég ruglaði og ruglaði í þeim. Frekar lítið líf var í kaupstaðnum svo að ég tók bara stefnuna út á Höfðabrekku og horfði á Idol með Carinu, Ingvari og Jóhönnu. Carina hafði verið svooo sniðug að taka Idol upp :) Enn setti þetta allt á timer og gleymdi að úrslitin voru sýnd eftir hálf tíma svo að við sáum þau ekki. Ingvar kvaðst var alveg ómögulegur og ekkert getað sofnað nema að hann vissi úrslitin :)
Fór svona aldeilis líka bara snemma að sofa eða svona um eitt og leið alveg voða vel í gamla rúminu mínu ;) Kötturinn kom reyndar nokkuð margar ferðir til að athuga hvort að hann kynni ekki enn að vekja mig og jú, það kann hann sko.

Laugardagurinn var framan af hreint óvenjulegur enda var ég drifin í sund í -10 °C frosti fyrir kl 11 ofan í 35°C heitan pott þar sem ég skalf og skalf og synti fram og til baka á meðan Siggi og Jói létu sér líka vel að ég væri að hræra upp í vatninu. Það var nefnilega að koma heitarara vatn inn. SVo þegar potturinn var kominn í svona helvíti þægilega gráðutölu þá var mér svo mál að pissa að ég varð að fara upp úr og nennit ekki aftur ofaní :) Svo átti ég líka stefnumót sem ég var að verða of sein á :)
Bíllinn var nefnilega orðinn þiðinn og Trausti stóð þurr í saltpolli inn á verkstæði þegar ég opnaði hurðina. Fúsi var líka mættur á svæðið því að hans bíll hafði líka staðið inni um nóttina, reyndar í öðrum erindagjörðum, hann var nefnilega að fá sér ný gleraugu fyrir eigandann. úti í byl stóðum ég of fúsi vopnuð 2 gulum svömpum, fötu með heitu vatni og til að vera ennþá meiri kellingar þá vorum við með heitt vatn á slöngu líka :) En common, það var heavy frost !
Þegar búið var að þvo, þurrka, ryksuga, þurrka af, taka til og raða þá var BÓNAÐ báða dekurbílana ;) Grey Trausti sem var orðinn svo skítugur gefur nú skít í allan skítinn því að hann festist ekki á honum :)

Hljómsveitaræfing var haldin heilög og mættu allir með bjór. (nema krulli) Örugglega það eina slæma við að vera söngkona á fylleríi er það að hún getur drukkið og drukkið og alltaf haldið á bjór á meðan strákarnir verða að drekkaá milli laga.. Ég var semsagt orðin RÚLLANDI fyrir hálf 10! Þegar æfingin var búin skelltum við okkur árúntinn með Krulla og svo létég alla crasha í heimsókn til Helga. Þaðan var leiðin látin liggja niðrá bar, reyndar mistókst ferðin mín upp í crúserinn hans Krulla þegar ég steig á klakastykki á leiðinni of flaug hálfa leiðina inn, já bara hálfa því að ég skelti sköflungnum svo harkalega í stigbrettið að það STÓR sér á mér og ég er með marblett dauðans :( Fúsi hló og hló og dró mig inn í bílinn og off we go, niðrá bar.
Tobbi snillingur var búinn að poppa og kom með popp með sér á barinn sem hann deildi með fólki. Snuffið hans Sigga kláraðist svo að við settum íslenskt í staðinn ofan í president dolluna.... haha !

Sunnudagurinn endaði svo í svaaaka fjallaferð með Krulla og Atli var líka á sínum bíl. Rúntuðum inn á Heiði og fundum slatta af snjó. Allt í einu fór reyndar að bera á vondri olíulykt og þegar krulli stoppaði í smá stund á meðan hann var að bíða eftir að Atli færi yfir Kerlingardalsá þá héldum við áfram að finna lyktina. (Var samt búið að fara út og gá, en ekkert fannst) þegar krulli svo bakkaði ég smá, sagði ég að nú væri kannski tími til að stoppa og tékka á bílnum því að honum var búið að blæða í poll undir bílnum. Þá var drepið á og fundið út að bíllinn dældi út olíu af sjálfskiptikælinum og þá má víst EKKI keyra bílinn lengra. Atli tók okkur því í tog og ákveðið að halda sömu leið til baka. Fullt af ám og lækjum var á leiðinni sem þýðir að við urðum bara að HALDA OKKUR!!!!!!!!!!!!!!!! Því að þegar atli fór ofaní lækinn og þurfti svo að gefa aðeins í þegar hann fór upp á bakkann sem þýðir að við fórum á FULLUM hraða ofaní og uppúr aftur!!! :)
hefði átt að koma í íþróttatopp.. man það næst fyrir næsta sunnudagsrúnt.
Þegar síðasti skaflinn var eftir komu traustabrestir í Atla og þá voru víst farnir einu sinni enn Öxlar og Kross... það var semsagt bara afturdrifið sem varð að bjarga okkur úr þessu en það tókst með tímanum :)

Wicked helgi!

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig