mánudagur, 29. nóvember 2004

Hvað haldiði að ég hafi fundið

var að skoða í tölvunni hennar mömmu og fann bút af ferðasögu sem ég skrifaði eftir að ég og árun fórum road trip á akureyri í fyrrá á 17. júní...
Bráðskemmtilegt.
Vantar eitthvað á endann en hann er einhvernveginn þannig að við fórum a djammið, urðum blindfullar
með sjampóbrúsa í sjallanum, reyndum að ræna hjólkoppum
stálum grolsch bökkum og glasi, kæliboxi með engu loki og skóm. hehe
svaka gróði....

Akureyri 17. júní 2003


Jæja. Við ætluðum sko þokkalega að fara til Akureyrar á Road trip ég og Árún og ekkert múður með það!!! Hehe. Árún reyndar að vinna til 5 á mánudeginum og ég til 2 en það stoppaði okkur ekki neitt frekar en eitthvað annað eins og hæsi og slæm heilsa. Ég rauk úr vinnunni og beint í sturtu og fór svo að pakka niður eins og brjáluð væri og ákvað að það væri nú betra að taka meira með heldur en minna því að þá væri aðeins minni hætta á að ég myndi gleyma einhverju alveg BRÁÐNAUSYNLEGU (eða ekki) J hehe. Kvenmaðurinn að ryðja sér rúms eitthvað þarna J ég flýtti mér eins og vitlaus væri og sótti síðan bílinn til pabba sem hafði nú eitthvað kíkt á crazy-car til að gefa honum faraleyfi þar sem það voru all margir sem spáðu honum dauða á þessari hraðferð norður! Hehe. En hver hlustar á svoleiðis???? Ég stóð drusluna eins og ég mögulega gat úr ógeðslegu rigningunni hérna í Vík og vonaði svo innilega að fá að sjá gula fíflið á Akureyri . Árún var í vinnunni þegar ég kom kl 5 og við fórum heim til hennar svo að hún gæti stokkið í sturtu og klárað að pakka niður svo fékk ég líka smá skoðunartúr í nýju íbúðinni hennar .... Áður en haldið var svo norður urðum við að taka bensín á kaggann og svo var það bara let’s go!!!!! Ég gerði nú ágæta tilraun með að fara vitlausa leið norður þegar ég kom út úr göngunum og stefndi á Akranes, Árún var eitthvað ekki alveg sammála og ég snéri við á veginum 1. skipti af mörgum í þessari ferð. Við brunuðum í norður átt með tónlistina í botni í alveg dúndrandi góðu skapi og vorum að skemmta okkur konunglega enda þegar Stefnir hringdi í konuna spurði hann á endanum hvað við værum eiginlega búnar að drekka marga bjóra ! J hehe. Af reglu ætluðum við að stoppa í Staðarskála en allt í einu voru þeir orðnir 2 (löng saga) svo að við ákváðum að stoppa frekar á síðari Staðarskálanum, á milli Staðarskálanna tveggja sáum við stein sem leit alveg út eins og tjald í fljótu bragði litið og við gátum ekki hætt að hlæja við hlógum samt ekki alveg jafn mikið og þegar Árún vinkaði gaurnum sem stóð úti að míga beint að þjóðveginum! Tíminn leið alveg ógeðslega hratt á leiðinni, eða allavegana svona í minningunni að minnsta kosti..... Svo þegar Inga lét vita af sér á Akureyri kl hálf 9 þá fórum við að reyna að flýta okkur aðeins meira þar sem ég var búin að reikna með að komast á Ak kl korter yfir tíu. Inga var orðin eitthvað pirruð á að bíða eftir okkur þegar við loksins komum og við vorum ekki alveg vissar ég og Árún hvort að hún myndi ekki bara snúa við og fara aftur á Egilsstaði á Stuðmannaball þar.... en sem betur fer varð hún kyrr. Þegar við vorum búnar að finna Ingu var komið að finna súluna okkar þar sem við ætluðum að gista..... .var nú alveg ótrúlega lítið mál þegar allt kom til alls og var hliðina á tjaldstæðinu sem allt var búið að vera brjálað á..... HEHE við skyldum sko gera eitthvað af okkur. ..... Eftir make-upið fyrir kvöldið og bjóropnunina varð að drífa sig í að drekka því að kvöldið var ekkert allt of langt. Eftir að við höfðum DÁIÐ úr hlátri yfir tíkallinum í klósettinu eftir að Árún hafði verið á því og að kallinn skammað okkur á gistiheimilinu var ákveðið að skilja alla síma eftir og stinga snuffinu og öllum öðrum nauðsynjum í vasana hennar Árúnar og arkað út á tjaldstæði þar sem við vorum nú vissar um að þekkja ekki nokkurn mann en annað kom nú á daginn þegar stelpurnar réð
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig