mánudagur, 25. október 2004

góðan dag þið öll

Eftir skapillsku helgarinnar í að koma mér austur á föstudaginn gat nú ekki margt farið úrskeiðis.
Idol var haldið heilagt, nema ég var bara aaaalein að horfa á það, búhú.
Svo var farið á hljómsveitaræfingu, og mættum öll. sem telst vera helvíti góður árangur og æft upp eitt stykki nýtt lag... þar sem ég þarf að leika einhvern PERRA.... mikið hafa strákarnir gaman af því..
Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur hvað þetta lag er þá er þetta "trylltur trannsi" ... "ég er að búa til karlmann...." hehe! Ekki svo slæmt það.
Eftir nokkra drykki og eftir smá rúnt, kíktu allir á kaffið þar sem stuðið var nú ekkert rosalegt en þegar fólk er fullt þá getur arhöfnin " að horfa á málningu þorna " verið mjög skemmtilegur :) Þegar Fúsi sagðist vera að drífa sig heim! þá var mér boðið í partý útá höfðabrekku og ég ákvað að slá til og klifraði upp í einhvern Land Rover sem var fararskjótinn okkar :) Kannaðist reyndar aðeins við einn af þeim en það skipti nú ekki miklu máli! Ég ætlaði ekki að fara snemma að sofa!!
Nokktir mættu í partýið þar sem afsprengi drykkjarins "Sex on the beach" var drukkinn og hét orðið "sex in the locker-room" ;)
Seint og síðar meir þegar flestir voru farnir að sofa og tími fyrir mig að fara heim... þá komst ég barasta ekkert heim! enda allir driverar steinsofani...
Ég endaði því á að skríða upp í til Willi og sobbna þar... :)
Þegar búið var að sækja mig út áhöfðabrekku og heilsan alveg verið betri... Held samt að hún hafi verið svona af því að ég svaf ekki rassgat!!
ÞEgar´eg kom heim var ég sett í sláturgerð! að horfa ofan í blóðmör-balann fór samt alveg með það og ég lagði mig smá eftir það, alveg þangað til að Fúsi kom og við æfðum prógrammið fyrir kvöldið, Svo bakaði ég fuuuuuuuuult af snúðum :)) Fyrir björgunarsveitarstrákana mína og fór og horfði á alla snúðana hverfa ofan í þá á sögulegum tíma...
Fór svo út að borða með Marit, Uros og Ninnu á kaffinu og svo hófst meik öpp tíminn svo ég yrði reddí fyrir kvöldið.
Allt gekk eins og í sögu á kaffinu og spilaði Einsi með okkur á bassa sem var mjög skemmtilegt.
Eftir um 3 tíma spil hættum við, og það var alveg svaka stemming. en urðum að hætta því að löggan var komin í málið. Hefur mér verið sagt að hátt í 70 manns hafi verið þegar mest var.
Er trúlega komin með gigg næstu helgi, þá á Höfðarekku...
í guðana bænum bendið mér á einhver ensk skemmtileg lög því að við getum ekki spilað nein íslensk þar... Og þurfum því að finna og æfa um 30 ensk lög núna í vikunni ef eitthvað verður af þessu, sem ég svo sannarlega vona.
en....
við heyrumst krúsurnar mínar :)

bæbb

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig