laugardagur, 11. desember 2004

Ömurleg helgi

Kannski ætti ég ekki að taka svo djúpt í árinni og segja það.
Ég var nefnilega að spila á Café Barnum (svona er þetta víst skrifað) með 2 snöfsum á fimmtudaginn og gisti heima hjá Fúsa og Krulla, fékk að gista hjá Krulla og sit uppi með brenndan rass. Fer það 2 sögum hvort að það sé eftir ofninn eða Krulla sem hefur þá verið svona "hot"
í gær skundaði ég svo aftur í bæinn á Trausta litla og eyddi nokkrum klst þar áður en ég brunaði aftur yfir þessa sérstaklega leiðinlegu heiði sem er yfirfull af hræddum kjéllingum að keyra og fara sko ALLS EKKI HRAÐAR EN 45 ÞVÍ AÐ GVÖÖÖÐ, ÞAÐ ER SNJÓR!
Gæti tapað mér!
Ástæða ferðarinnar til Víkur var sú að við höfðum verið beðin að spila á balli sem ég hélt nú bara alltaf að væri skólaball en var svo ball á vegum félagsmiðstöðvarinnar minnar ! Ótrúlegt alveg.
Þau eru búin að koma sér upp svona líka magnaðri aðstöðu núna, og tölvur á leiðinni og allt.
orðið miklu flottara heldur en þetta var þegar þetta var að byrja. þó að þá hafi það verið toppurinn, enda mikill sigur þegar við vorum búin að berjast fyrir henni með kjafti og klóm :)
Sound-tjékkið gekk ekki vel enda var sándið hræðilegt en ég held að okkur hafi tekist að laga það eitthvað....
Varð samt alveg gífurlega stressuð á því öllu saman...
Skrítið samt, við ákváðum að byrja okkar spilerí á því góóða lagi "we don't need no education" þar sem ég byrjaði bara alein og strákarnir komu svo inn í. Fékk eitthverja mjög furðulega stressbylgju sem lét mig fá kaldan svita um leið og strákarnir byrjuðu, svona líka mjööööög skrítið...
Spileríið gekk alveg vonum framar þó svo að éghefði verið til í að hafa æft nokkur lög aðeins betur...
En þau verða orðin pottþétt á áramótaballinu ! :)
Vorum svo búin að spila rúmlega 11 og voru þá krakkarnir búinir að dansa og dansa og dansa og virtist vera svaka stuð á þeim.
Fúsi fór líka hamförum og lét eins og óður maður með jólaskrautið sitt ;)
lesið allt um Félagsmiðstöðina á heimasíðunni þeirra.
Og endilega kíkið á myndir . Ef þið eruð bara að fara að skoða myndirnar af okkur þá eru nokkrar, byrja á síðu 10 held ég .
Svo þegar þetta var nú búið og allir þreyttir eftir átökin brunaði ég aftur í bæinn enda próóóf framundan ! :(
hefði eiginlega ekkert átt að vera að standa í þessu! veit ekki alveg hvað ég var að spá..
en allavegana
kom við á Hótel Rangá þar sem ég þurfti að láta Þráinn hafa hleðslutæki fyrir myndavélina...
Þar var árshátíð hjá Framrás í gangi og jiminn hvað fólk var drukkið. Varð alveg fáranlega ill hvað allir voru að skemmta sér vel allsstaðar og að segja mér hvað það hafði það gaman því að ég vissi að ég gat ekki farið að djamma og jafnvel þó svo að ég yrði nú edrú þá væri ekkert útstáelsi á mér þessa helgina :(
Og svo var mér ekkert boðið á árshátíðina. Fullt af frændfólki, vinum og öll fjölskyldan. NEMA ég. finnst ykkur þetta á einhvern hátt sanngjarnt???? ha?

Það eina sem ég lifi á núna er að klára þetta helv. stærðfræði próf og REYNA að ná því. Fara í klippingu, kaupa gjafir handa útlendingunum mínum, klára jólakortin og BÆBÆ, farin frá íslandi! Þar skal ég sko djamma upp djammkvóta síðustu 2 helga ! ! !

Slæmt að hanga inni á laugardagskvöldi, vil ekki heyra neinar sögur hvað var gaman..!
Ætla að halda áfram að reikna.

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig