þriðjudagur, 28. september 2004

bara strax kominn þriðjudagur?

Góðan og blessaðan daginn!
Sparnaðaráætlanir mínar ganga vel og má sjá Rögnu þeysast eftir götum borgarinnar á hverjum degi kl 12:15 á alveg bensínlausum Charade. Ástæðan fyrir því að hún er á þessari flegiferð er sú að hún er á leiðinni heim til að elda sér hádegismat, jah, eða allavegna fá sér brauð með skinku og osti...
Gerði við bílinn minn alveg sjálf í gær! haha. fór í smá rallý yfir holt og hæðir (óslétta vegi hraðahindrandir eins og maður kallar þetta hérna í borginni) sem endaði þannig að bíllinn fór að ganga svona líka helst til undarlega!
Parkeraði honum því bara, poppaði upp húddinu og sko! gerði bara við. Var svona eitt stykki kertaþráður floginn af og einn annar alveg að detta af. Ekki skrítið að þetta gengi eitthvað illa hjá Trausta því að þegar það eru bara 1000 cc. í litlu vélinni á honum...
ís var borðaður í ísbúðinni í Fákafeni (þegar búið var að þvo smurolíuna af puttunum á Rögnu)
og svo farið á rúntinn með Sveppa.
Fékk upphringingu frá Kiss fm áðan... Á að fara í Iceland Express á morgun og borga flugvallaskattana og hótelkostnaðinn... Jakks.
Eniga, meniga, pjéninga...SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig