mánudagur, 10. ágúst 2009

bloggþörf...

já, hún er komin aftur, amk þessa stundina. 

Það er margt í fréttum. Slysólífið er mest megnis fjör og stundum aðeins og mikið fjör. :) en einn daginn verð ég orðin stór og dugleg slysóhjúkka með pacemakerinn, lyfjakokteila, arteríulínur, hraðdæluna og fleira upp á 110%

Ég er búin að ferðast helling í sumar. Síðast í gær var ég að koma af Fiskideginum Mikla á Dalvík sem var alveg ótrúlega gaman í alla staði. 
Viðar átti afmæli síðastliðinn fimmtudag og fyllti þá orðið þrjá tugi. Hann fagnaði áfanganum með því að bjóða nokkrum hérna í Rvk í mat á miðvikudeginum og svo var aðal afmælið á laugardaginn þar sem hann bauð fullt af fólki í grill á Dalvík. Mamma og Pabbi voru svo yndisleg að koma og hjálpa til og grilluðu þau ofan í allt liðið og sáu um að henda upp lýsingu, hiturum og hella uppá kaffi í liðið. 

Ég gaf Viðari sérmerkta LEEDS treyju, pantaða frá UK, season '09-'10 auk þess sem að ég gaf honum framhaldsnámskeið í golfi. 
Viðar fékk svo stærsta drauminn í afmælisgjöf. Hann fékk fullt af peningum sem hann er búinn að ganga frá í umslag og ætlar  að fara fyrir þá á fótboltaleik í Englandi. Það alveg ískrar í honum þegar hann talar um hvað honum hlakki til svo að ég þakka ykkur fyrir að hjálpa til með að láta hann fá þessa gjöf sem var svo sannarlega aðeins of stór fyrir mig að gefa. Hann fer þó amk brosandi í LEEDS treyjunni sinni :)


myndir eru á facebook

Jú við fórum víst líka á Flúðir um versló og færðum okkur svo yfir til Úthlíðar á laugardeginum þar sem við fengum nóg af mold og roki á Flúðum. Mattý og Egill voru með okkur auk vina Egils sem voru bara með á föstudeginum. Helgin var í heildina litið alveg rosalega góð og sérstaklega laugardagskvöldið þar sem sátum og spiluðum í tjaldinu þeirra Mattýar og Egils í hita og drukkum bjór. Við komumst ekki einu sinni á Dalton ballið sem var ofar í brekkunni þrátt fyrir að vera á gestalista. Það var kannski alveg ágætt. við (Ég) tókum vel á því á ÁMS balli í útlaganum á föstudeginum.

Annars er lítið að frétta, mér líður rosalega vel og er hamingjusöm kona :) Þó svo að Viðar minn sé orðinn 30 ára þá skiptir það ekki máli :D hann er minn !! :)
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus10:24 e.h.

    Til hamingju með manninn en hefur þú spáð í að koma honum í liverpool fan club?
    Kv. Solveig

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig