Látrabjarg
Á leið á kvöldskemmtunina á laugardeginum
Feðgar á kvöldskemmtun...
Förinni þessa helgina var heitið Vestur á firði þar sem bæjarhátíðin Bíldudals Grænar var haldin (auðvitað á Bíldudal).
Við lögðum af stað í fyrra fallinu á fimmtudeginum, sem betur fer, þar sem að það er löng ferð að keyra til Bíldudals... (úff)! Vegagerðin hefur ekki komist með malbikunarvélarnar sínar á nema hluta vegakaflanna frá Búðardal svo að förin var farin eftir holóttum vegum og í ryki. Rétt norðan við Búðardal hittum við á Mömmu og Pabba sem voru búin að vera á viku ferðalagi og við ætluðum öll á Bíldudal. Ég á engin sérstök tengsl við Bíldudal nema þá að langafi minn er grafinn þarna og bjó þarna í einhver á með seinni konu sinni. Fyrir ferðina höfðum við verið stressuð um veðrið þar sem að allar veðurspár sýndu 20°hita um allt land nema á Vestfjörðum þar sem spáði Rigningu á laugardeginum og sunnudeginum. Á fimmtudeginum leit veðurspáin samt betur út en alla vikuna og við ákváðum að slá á það og taka áhættuna. Mamma og pabbi væru þá með fellihýsi ef of blautt yrði á okkur.
Við vorum ekki komin á Bíldudal fyrr en upp úr 8 á fimmtudagskvöldinu og við reyndum að finna okkur tjaldstæði. Ákváðum að lokum að tjalda hjá íþróttahúsinu og hituðum pulsur í kvöldmatinn. Sólin skein fallega á fjörðinn og fjöllin á móti okkur en bærinn sjálfur var kominn í skugga.
Föstudagurinn vakti okkur með heitu tjaldi og við skriðum út og borðuðum morgunmat í sólinni. Dagurinn fór síðan í sólböð og stutta göngutúra um svæðið. Laugardagurinn var svosem svipaður þar sem við eyddum deginum á Bíldudal, tókum þátt í hátíðarhöldunum og lágum í sólbaði inná milli. Heim á leið keyrðum við svo á sunnudeginum, mjög ánægð með frábæra helgi og "renndum" við á Látrabjargi á heimleiðinni.
Leiðir skildu svo á Búðardal þar sem ég fór með foreldrunum til Reykjavíkur og aftur til vinnu á meðan Arnar og Viðar fóru norður í seinni vikuna þeirra í sumarfríi saman.
Eitt fannst okkur svoldið merkilegt um helgina og örlítið pirrandi. Þjónustuviðleitni Vestfirðinga var ekki að fá háa einkunn hjá okkur. í fyrsta lagi var leiðinlegasta kerling veraldar sem vann í íþróttahúsinu sem rukkaði 320 krónur fyrir að fara í sturtu og hún afhausaði þá sem fóru óvart inn á skónum. Fyrir utan íþróttahúsið var svo heitur pottur sem sturtugestum var frjálst að nota en þessi pottur var svo heilagur í augum starfsfólksins að í hvert sinn sem einhver fór uppúr pottinum var rokið til og breitt yfir hann dúk (eins og er settur yfir sundlaugar á næturnar). Mér finnst það nú afskaplega mikill óþarfi þegar það er 20°C hiti úti... ;) Kerlingin leiðinlega var samt örugglega montnasta skuringarkona í heimi og hún átti þarna svo merkilega stöðu sem klefavörður og rukkari að hún sat með uppásnúið trýni allan daginn og skipaði fólki að gera hitt og þetta með fýlusvip og hortugheita tón og það var ekki sjéns að semja við kellinguna.. óóó nei.
Fyrst var öllum á tjaldstæðinu bannað að nota klósettið innan íþróttahússins og var eina klósettaðstaðan á tjaldstæðinu því plastkamrar og hvergi var rennandi vatn. Eftir að margir höfðu talað við kerlinguna fengu gestir tjaldstæðisins að nota klósettið. en svarið var samt fyrst "þetta er ekki SKIPULAGT(!) tjaldstæði og kamrarnir eru það eina sem þið fáið að nota" Þarna kom fyrsti punkturinn í ruglinu. Við erum á bæjarhátíð, tjöldum hliðina á skilti sem segir "Tjaldvagnar/fellihýsi" og við fáum ekki vatn. Jæja, það voru 40 lítrar af vatni í fellihýsinu svo að við komumst í það að bursta tennurnar og þvo hendurnar úr öðru en vatni úr plastkamrinum... :)
annað áfall fékk ég þegar ég fór í EINU Sjoppuna í bænum. Vissuð þið að það er engin búð/kaupfélag/sjoppa á Búðardal? ? ? (!) nóp.. ekki ein! allir í bænum keyra hálftíma leið til Patreksfjarðar til að kaupa nauðsynjar. Í fyrstu fannst okkur það ekki hræðileg tilhugsun en þegar við keyrðum svo veginn á sunnudaginn þá liggur hann yfir 2 heiðar, snarbrattur og í beygjum og bugðum ÞÓ SVO að Bílddælingar lofsami það að vegurinn sé malbikaður... haha.. well... það ættu líka flestir vegir að vera það finnst mér.
Til þess að mæta neyðaruppákomum selur Café Vegamót, smá kaffihús þarna mjólk og jógúrt svo að enginn sveltu heilu hungri á Bíldudal. En áfallið já... ég fékk 10 klaka í poka og einn "Stínubjór" fyrir bjórinn borgaði ég 650 kr sem mér fannst ágætt verð en fyrir klakana borgaði ég 150 kr. eftir að hafa labbað í burtu frá Vegamótum snéri ég við og spurði stelpuna hvort að henni fyndist nú ekki helst til mikið að rukka 150 krónur fyrir 10 klaka!! ég fékk þá 100 kall til baka (victory) og flipp flappaði í sandölunum aftur í tjaldið og sá fyrir mér kalt hvítvín :)
síðasta þjónustuólundin varð uppvís á Patreksfirði þegar við vorum á leiðinni heim. á skilti hjá bensíndælunum var auglýstur ostborgari, sósa, franskar og kók á 1090. Ég pantaði 2 tilboð og benti á skiltið auk einnar pulsu. Fyrir þetta borgaði ég og hélt að ég fengi kókið með borgurunum. Sé ég svo að viðar er að kaupa kók því að kellan sagði að það fylgdi ekki kók með. Hann gafst of fljótt upp við að pexa við konuna og keypti sér kók þó svo að hann hefði bent henni á tilboðið úti á stétt en hún sagði að það væri ekki lengur í gildi. Ég fór því og talaði við konuna og benti henni á að ef að tilboðið hangi ennþá uppi þá sé það ennþá í gildi og hún með snúð á svip sagði okkur að taka kók úr kælinum sjálf. Eftir það þá sást konan rogast með níðþungt skiltið úr augsýn.. :) haha
Annars vorum við ekki þau einu sem lentum í þessari þjónustuólund Vestfirðinga svo að ég held að þetta sé ekki einsdæmi :) Bíldudalur þarf einfaldlega að læra að taka á móti gestum og læra að umgangast þá :) Og patró amk að læra að auglýsa ekki útrunnin tilboð :)
Veðrið á sunnudeginum var best yfir alla dagana og ég verð að viðurkenna að ég væri svosem til í að hafa smá sól í Rvk í dag. Sumarfríið mitt er búið og ég fer að vinna á morgun :)
Af gefni tilefni langar mig að benda á að vatnsklósett með vaski 100m frá þessu tjaldstæði fyrir utan rennandi vatn við þvottaplanið (50m frá) og við bryggjuna (150m frá). Þú ættir ekki að dæma þjónustulund vestfirðinga af tveimur úrillum konum né Bílddælinga almennt. Þetta blogg lýsir frekar þér en öðrum. Þú notar 5 orð um hvað helgin var frábær allt annað neikvætt hmm... hver er úrill? Ættir að líta lífið aðeins jákvæðari augum það er miklu betra.
SvaraEyðaÁsdís.
Að gefnu tilefni langar mig að benda þér á að klósettið sem var í 100 metra fjarlægð var meira og minna vatnslaust alla helgina og þurftum að láta "gera við það" 3svar sinnum.
SvaraEyðaTjaldstæði eiga að koma með rennandi vatnt. punktur. Fólk er ekki látið ganga út í Laugardalslaug eftir vatni þó það kjósi að tjalda í Laugardalnum.
Mér finnst gott hjá þér að hafa talið alla 5 jákvæðu hlutina sem ég nefndi í blogginu og vera fyrir vikið eins og þú ert að lýsa mér, ansi gagnrýnin og úrill yfir því sem mér (!) finnst þó að þú vitir ekki alla söguna. Þú hefur kannski lesið það sem ég setti inná facebook þessa helgi ? eða var ég búin að segja þér hvernig helgin var yfir höfuð. Eða varstu bara að lesa það sem stóð hérna á blogginu? ? :) (einmitt)
Varstu búin að heyra sögurnar sem ég heyrði frá öðrum um þjónustuólundina sem þeir urðu fyrir þessa sömu helgi ?
nei ... efast reyndar um það :)
hafðu það samt gott með þínar skoðanir og ég hef það alveg hreint ágætt með mínar.
Sæl Ragna,
SvaraEyðaLangar mig aðeins að kommenta á þetta blogg þitt um „óþjónustulund Vestfirðinga“.
Ég er ekki hissa á því að „kerlingaálftin“ í íþróttahúsinu á Bíldudal hafi rukkað þig um 320 króna sturtugjald enda hefði það ekki verið ódýrara í Laugardalnum eða annars staðar á landinu! Við megum alls ekki gleyma því að byggðakjarnar vestur á fjörðum hafa gengið í gegnum lengri kreppu en sjálft Ísland er að ganga í gegnum núna. Ég er sjálf ættuð austur af fjörðum og þótti mér stórmerkilegt þegar ég var í kringum 5 ára að verið var að malbika hverfið mitt! Þegar ég kynntist kærasta mínum frá Bíldudal fyrir um tveimur árum síðar, þá 22 ára, fannst mér stórundarlegt að stór partur vegarins vestur á firði væri ómalbikaður og er enn í dag! Seinna meir komst ég að því að þetta er ekkert undarlegt, hér er ekki nægt fólk til þess að malbik sé alla leið. Ekki er ég þó að bíða eftir svari frá þér þar sem þú munt sega mér það að þá ættu Vestfirðingar að flytja suður í bæinn! Hvernig færi landið þá og landsbyggðin? Einnig þykir mér leiðinlegt hvernig þú talar um „einu sjoppuna á staðnum“. Það þarf engan geimvísindasérfræðing í viðskiptafræði til þess að segja okkur það að hér reki sig ekki nema einungis ein sjoppa...það er ekki markaður fyrir krá, ekki markaður fyrir tvær sjoppur, ekki markaður fyrir Bónus, ekki markaður fyrir N1, ekki markaður fyrir Hagkaup, ekki markaður fyrir verslanir af neinu tagi nema eina verslun sem er með allt eins og Vegamót. Þau ættu helst að fá þakkir fyrir að bjóða ferðalöngum þá allavega upp á það að fá kaffi og með því á ferðalaginu sem og meiri mat til að snæða! Vona að þú munir ferðast um landið þitt með jákvæðari hætti og með gleði í hjarta sem mun færa þér minningar í fjölskyldualbúmið á þessum skrítnu tímum sem við göngum í gegnum! Kær kveðja, Silja.
Ps. þetta með verðið á klökunum... svipað verð er tekið fyrir klaka í 10-11 en manni líður kannski betur með að kaupa þá þar sem hluti af verðinu rennur til styrktar ABC barnahjálp! En á Bíldudal er engin 10-11 búð svo ef þig endilega vantar klaka, slepptu því þá að eyða peningum í þá eða reyndu að frysta þá sjálf :-)
Sæl nafna
SvaraEyðaÞað er leiðinlegt að þín upplifun sé svona neikvæð. Ólund einstakra persóna sem maður hittir á leið sinni um landið ætti ekki að lita skoðanir manns á öllum á svæðinu. Það er ekki sanngjarnt. Hef reyndar upplifað verri þjónustu en þetta meira að seigja í Höfuðborginni ;)
Hér er mikið gert til að undirbúa hátíðina og ekki rukkað fyrir tjaldstæði þar sem þau eru ekki fullbúin. Fólk sem kemur á hátíðina hefur hingað til verið mjög jákvætt enda er það fólk sem hefur tengingu við staðinn og veit hvernig landið liggur hér. Það er alltaf verið að bæta aðstöðuna hér en það gerist ekki allt í einu, það er hreinlega ekki fjármagn í það. Við erum vön að sníða okkur stakk eftir vexti á þessu svæði. Þegar fólksfjöldi margfaldast svona ( hér búa 140-150 manns að staðaldri en á Baununum voru ca 2000) er allveg viðbúið að eitthvað klikki en það er þá reynt að bæta það næst.
Þessi hátíð hefur verið haldin á tveggja ára fresti síðan 2003, hefur verið vel sótt og fólk almennt mjög ánægt sem er allveg frábært og viljum við halda því. Hún er miðuð við að fólk komi hingað og njóti þess að vera hér, skemmti sé og öðrum og sé ekki að nöldra yfir smámunum hedur eru hlutirnir bara leystir með jákvæðni og því viljum við halda. Með jákvæðni er allt auðveldara :)
Við þurfum þá kannksi ekki að njóta nærveru þinnar næstu hátíð.
Með bestu kveðju
Ragna
Þinn breiði rass ætti nú alveg að þola holurnar á veginum nema í því hastari bíl, ég hef ekki fengið betri þjónustu fyrir ekkert,en mindi ekki sætta mig við að hver sem er gengi inn í búningsklefa sem eg væri í til að fara á vc,vestfyrðingar eru búnir að vera í kreppu í 15 ár svo vertu bara með sól í hjarta og þakkaðu fyrir kv Helga
SvaraEyða