Ekki er þetta svínaflensa þó að það hafi hvarflað að mér að fara á slysó með 2ja vikna sögu um slappleika, hálsbólgu og kvef og halda því fram að ég hafi heilsað útlendingi og sé pottþétt komin með svínaflensuna... hahaha.. (múhaha) gott að hafa smá húmor fyrir þessari svínaflensu sem annar hver maður á eftir að fá hvort eð er. Trúlega best að fá hana sem fyrst þá.
Ég er búin að hvolfa sólarhringnum við enda er frekar erfitt að snúa sólarhringnum yfir á næturtíma og svo aftur á dagtíma 5x á 2 vikum. Verð á næturvöktum um helgina á Slysó, fæ svo 2 daga í frí og svo aftur á næturvaktir. 8 næturvaktir í röð á 3 vikum. sjitt.
þakka guði fyrir bjartar nætur á sumrin (þó svo að það sé farið að skyggja svoldið óhugnanlega frá 1-3)
Fer ekki á þjóðhátíð. og viðar nennir ekki að hlusta á snöktið í mér þegar ég heyri eyjalög.
Nýjasta hugmyndin fyrir Versló (og alls ekki sú versta) er að fara á Flúðir. Tjah, já af hverju ekki bara ! :)
Býð bara eftir almennilegri dagskrá en veit að þar verður traktóratorfæra og furðubátakeppni
hver er með ?
Ég grenja líka í hvert skipti sem ég heyri Eyjalög..... og vorkenni sjálfri mér sárlega;-) En viti menn..... ég verð líka á Flúðum um versló..... kannski við sjáumst bara þar og rifjum upp góða takta síðan á írskum;-)
SvaraEyðaKv
Katrín