Ég ætla að vona að ég útskrifist sem hjúkrunarfræðingur næsta júní og eftir það þá mun ég ekki kynna mig sem "Ragna hjúkrunarfræðinemi". Það er farið að verða svoldið leiðinlegt, sérstaklega þegar það er orðið svona stutt í endann :). Sjúklingar gera sér ekki grein fyrir (auðvitað) á hvaða ári maður er og yfirlýsingar eins og "það er mjög erfitt að stinga mig" koma ósjaldan. Hrósið er líka mikið þegar maður tekur blóðprufur með annarri með NaCl í hinni. "Ég fann bara eiginlega ekkert fyrir þessu" kemur þá. Ég svara nú stunudum að ég hafi gert þetta nokkrum sinnum kannski 7x þennan dag.
Lokaverkefnahöfuðverkurinn kemur örugglega bráðum en ég er búin að finna nemanda til að skrifa með mér verkefnið. Það verður 12 þúsund orð sem gerir 12 eininga verkefni.
Eina hugmyndin sem er komin að verkefninu er að það verði eitthvað Bráðamiðað.
kveðja
Ragna
Vá hvað er orðið stutt í að ég þekki FRÆÐING ;o) En ég vara alla við að ég sé með erfiðar æðar hehehe
SvaraEyðaKveðja Solveig