miðvikudagur, 16. september 2009

Söngur og bústaður

Nóg að gera þessa dagana í söng og félagslífi.

Söfnun til styrktar Taílandsferð útskriftarárgangs Hjúkrunarfræðideildar árið 2010 er að fara í gang von bráðar og verið því tilbúin að þurfa að láta dynja á ykkur tilboðum um ódýran klósettpappír, nammi og fleira ! :)

Í kvöld er ferðinni heitið á Selfoss þar sem kóræfing verður haldin fyrir kórakeppnina sem haldin verður 3. október og atriðin okkar eru FRÁBÆR!!! (mikið leyndarmál er hvaða kórar keppa og hvaða lög verða valin svo að þið verðið að mæta í íþróttahúsið í Vík 3. okt)

fimmtudag og föstudag byrjar svo Complete vocal technique hjá Heru Björk og vikan verður svo toppuð með Bústaðarferð með 35 öðrum hjúkkunemum á 4. ári þar sem farið verður í vinnubúðir og fræðslu í tengslum við SKJÖLD forvarnarfélag hjúkrunarfræðinema. Þessi ferð, ásamt einhverri fræðslu í framhaldsskólum mun svo hala okkur inn 4 einingum.
Bjór og sundföt verða að sjálfsögðu tekin með í ferðina ;)

Að lokum langar mig að mæla með Basil&Lime á Klapparstíg. Ótrúlega góður matur, fer ALDREI aftur á Hornið. Svo knúsaði ég auðvitað Viðar fyrir að bjóða mér út að borða á svona góðan stað... :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig