mánudagur, 7. september 2009

Réttarhelginfeðgar að hjálpast að 


réttarkaffi


Loksins komu réttir. 

Réttirnar sem ég fer í árlega eru nokkurnvegin hliðina á Hunkubökkum, sveitinni minni og árlega safnast þarna saman ótrúlegur fjöldi fólks og nokkurskonar ættarmót fer fram.  Ég hafði í tíma tryggt mér gestaherbergið hjá ömmu og afa eins og síðustu árin svo að það var vitað mál að það færi vel um okkur um helgina. Þetta árið komu Viðar og Arnar Smári með, báðir mjög spenntir yfir þessu öllu saman enda hvorugir kinda/smölunar/rétta -vanir og hafði ég gaman af því að reyna að útskýra þetta fyrir þeim. Viðar var nú ekki að trúa að þarna yrðu þúsundir kinda. Ég veit eiginlega ekki hvort að hann sé nokkuð farinn að trúa því ennþá. 

Föstudaginn byrjaði ég jú á skóla eins og vanalega, fór svo á fiskmarkaðinn í hádeginu og fékk mér Sushi (þetta sushi craving gæti endað með ósköpum bráðum) og svo fór ég í langþráða Vísindaferð. oh alltaf jafn gaman :)
Við komust ekki austur fyrr en mjög seint á föstudeginum og vorum ekki komin til ömmu og afa fyrr en rétt fyrir miðnætti, rétt til þess að fá okkur smá mjólk og kökur fyrir svefninn (úps) og svo var lagt sig fyrir réttir.
Réttirnar byrjuðu um 8 en við vorum komin rétt fyrir 9 og það rigndi nú svoldið mikið á okkur sem var synd, það er svo rosalega gaman ef það er gott veður. 

Mamma tók sig til og fór með strákana hring um réttina og sýndi þeim hvernig ætti að fara og smala inn og hvaða mörk við ættum að finna til að draga kindur. Viðari fannst þetta mesta fjör og dró fjöldann allan af kindum á meðan Arnar Smári fylgdist spenntur með. Ég hugsaði að Viðar væri örugglega búinn að draga minn kvóta af kindum og sleppti aumum puttum og marblettum á lærum í þetta skiptið. :)

Eftir réttir var farið í kjötsúpuveislu til Björgvins og Bjarkar þar sem ekkert dugir minna til en nota potta af stærri gerðinni. 

Arnar Smári eignaðist góðan vin þarna svo að við gamla fólkið gátum lagt okkur í nokkrar mínútur yfir daginn fyrir réttarballið sem var svo síðar um kvöldið. Vinirnir 2 fengu leyfi fyrir sleepover í fellihýsinu og voru ekki lítið spenntir. Viðar og ég fórum út í ferðaþjónustu í fyrirpartý og gítarsöng áður en haldið var á ball. Ballið var gott en hefði verið betra hefði ekki verið rukkað 2500 inn (og enginn posi). Gott og vel fyrir sálar- eða papaball en fyrir hljómsveit sem á ekki lög á topplistum eða söluháar plötur, tjah, eða plötur yfir höfuð þá finnst mér 2500 of mikið og 1500 nóg.

Sunnudagurinn var afskaplega góður. Morgunmatur í boði ömmu og afa og svo rennt í bæinn. Strákurinn flaug norður seinni partinn og við áttum æðislegt kvöld skötuhjúin... :) kúrað og knúsað, eldaður geðveikur matur og enduðum svo kvöldið á Inglorious Basterds. 

allt í allt...

nokkuð góð helgi bara :) 
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig