miðvikudagur, 24. júní 2009

such a nice week

Eyddi síðustu helgi með frændfólki Viðars á Húnavöllum (rétt hjá Blönduósi) og ég var svo sannarlega tekin vel inní ættina. Alveg flemmi gaman og við sváfum í hvalnum mínum (tjaldinu) þó svo að það hafi verið svoldið kalt á föstudeginum en til eru góðir svefnpokar og sofið var þétt... 

Alla þessa viku (+ síðustu helgi) og næstu er Viðar með Arnar Smára sinn og erum við búin að bralla saman helling og þeir 2 enn meira... í dag fórum við t.d. og prufuðum nýju sundlaugina á Álftanesinu og voru þeir frændurnir Arnar Smári og Stefán Örn titrandi af spenning yfir að fara í STÆRSTU rennibraut á ÍSLANDI. Öldulaugin var alveg rosaleg ! :)

kl 6 keyrðum við í Elliðarárdalinn, nánar tiltekið Indíánagil þar sem Leikhópurinn Lotta  var að sýna leikritið "Rauðhetta". Við sátum þarna 4 á pikknikk teppi, borðuðum smá nesti og kúrðum okkur inní annað teppi í sólinni og góða veðrinu og hlógum af vitleysingjunum Grísunum, Rebba og fleirum. 

Á morgun er ferðinni heitið á Vestfirði og hitta mömmu og pabba sem við ætlum að eyða helginni með og kíkja á fjölskylduhátíðina "Bíldudals Grænar" á Bíldudal og jafnvel kíkja á langa-lang-afa ?


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig