mánudagur, 22. janúar 2007

Þorrablótið í Vík



já, það svíkur engan. :)
ég var búin að hlakka einhver ósköpin til eins og blogg hérna fyrir
einhverjum dögum benda til, og þess vegna var ég sko klædd og máluð
klst fyrir áætlaðan brottfarartíma !
ég tók svo poka með mér ( með stígvélum til að dansa í ef
bandaskórnir dræpu mig og smá rommdreitil ) , klæddi mig í jakkann,
sem svo skemmtilega var alveg eins og litinn og vestið sem ég
verslaði mér á 500 kall á útsölu um daginn... hehe
Þorrablótið var svo byrjað formlega eftir fordrykk, hákarl og
framtíðarhákarl og var salurinn sérstaklega vel skreyttur, ekkert OF
mikið af neinu og svip setti á salinn að það vantaði brúnu
leðurstólana sem alltaf hafa verið þarna við borðin, nú voru komnir
ansi flottir svartir stólar. kannski var þorrablótið loksins komið
til framtíðarinnar ? þó ekki nema ! :)
Maturinn var samt ennþá frá örófi alda og var hann súr og ónýtur eins
og ég persónulega tel hann vera, en ég komst þó upp með að borða
hangikjötið, rófustöppu, kartöflumús, rúgbrauð, flatköku og mikið
mikið af harðfisk! :)
skemmtiatriðin voru hnyttin á köflum en svona sjálfri fannst mér of
mikið af dagbókarfærslum í honum og minna gert út leik, en skotin
voru nokkuð mörg góð ! :)

það var opinn bar, sem kannski gerði það að verkum að ég drakk ekkert
svaklega mikið enda kostaði bjórinn alveg 500 krónur og hvað hafa
fátækir nemar eins og ég efni á því ? nei, ég rukkaði bara þá sem
voguðu sér að horfa á brjóstaskoruna mína að borga mér bjór.. ég varð
svoldið full af því!
Vírus spilaði fyrir dansi og var með skemmtilega tónlist og fólk var
mjög duglegt við það að dansa, þorrablót eru nú auðvitað
heimsmeistarakeppnin í klessubíló! :) alltaf eru það samt þeir sömu
sem klessa mest á aðra, ár eftir ár.
í hléinu steig yours trouly á svið eftir langa fjarveru ... alltaf er
jafn rooosalega gaman að heyra í sér í hátölurunum, jáh, alveg
tilvalið fyrir svona háværa manneskju eins og mig ! þetta er auðvita
toppurinn á tilverunni!!! :)
hljómsveitin hjá strákunum fékk nafnið "standpínubangsarnir" og því
kynnti ég okkur á svið sem Rögnu og Standpínubangsarnir. heh :)
renndum 9 lögum í geng og þá tóku Vírus aftur við.
Einhvernveginn æxlaðist það svo að allan seinnihlutann af ballinu
stóð ég hliðina á Óla Fannari frænda mínum sem er söngvarinn í Vírus
og söng með þeim, það var sko ekkert smá gaman enda hef ég svosem
aldrei sungið MEÐ einhverjum í hljómsveit og fékk loksins að radda og
leika mér, eins og mig hefur svo oft langað til að prufa. Gólið tókst
vel og þegar ballið var búið um hálf 4 tók við "stija á senunni og
neita að fara út" athöfnin sem er alltaf stunduð...
að sitja sem fastast þegar búið er að kveikja öll ljós og búið að
henda fólki út og verið að reyna losa puttana okkar sem eru þá orðnir
grafnir ofan í marglakkaða timbrið á senunni... og við erum þá
auðvitað að reyna að finna eftirpartý. ÞAÐ aftur á móti gekk illa en
enduðum við eftir langa leit í Hettinum út á tjaldstæði en þangað
töltum ég, Óli og Goggi ( og hann með nikkuna með sér ) í
viðbjóðslegri hálku og snjó OG kulda... sem betur fer hélt ég
jafnvæginu með því að halda fast í strákana því ég hefði annars
dottið svooooo oft á leiðinni að ég hefði örugglega endað
einhversstaðar liggjandi í kuldanum :) ég var líka fegin að vera með
stígvélin með mér því ða bandaskórnir hefðu ekki verið góð vörn fyrir
kalda snjónum :)

í hettinum tókum við svo lagið í einhverja stund og fékk ég svo aftur
traustar hendur strákanna til að labba með mér og ég labbaði svo ein
frá Gunnari Bjarka og heim, þar sem þeir gistu þar, ég stytti mér
samt leið á milli húsa, styðstu leið heim og datt BARA 2 sinnum...
haha.. ég var fegin að klukkan var orðin hálf 7 og enginn sá til
mín.. vonandi!

heilsan í dag er góð... fjúff.. smá þreyta kannski en engar
harðsperrur, ekki einu sinni eftir sleðaævintýrið mitt á laugardaginn

ég hef kannski frá skemmtilegu að segja á miðvikudaginn, þið verðið
að kíkja allavegana og ath hvort ég segi frá því ef af því verður .


c ya ! :)

SHARE:

3 ummæli

  1. Nafnlaus9:25 f.h.

    Þú er svakaleg!!! hahaha... tökum á því á föstudaginn sætust, hell yeah:)

    SvaraEyða
  2. Vá hvað það var gaman hjá þér! pant fá þig til að syngja í mínu brúðkaupi (byrjum bara á afmælinu mínu samt, því ég er ekkert að fara að gifta mig á næstunni)
    Þú ert snillingur!
    *knúús*

    Jónsi

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus10:59 f.h.

    Þetta var engin smá lesning en það var greinilega mjög skemmtilegt. Fáum við þá ekki fullt af skemmtilegum sögum og slúðri á fimmtudaginn.... :)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig