verð bara aðeins að setja inn bökunartölur :)
ég prufaði pönnukökupönnuna og gerði skonsur :)
þær eru bara góðar en lenti í smá ævitýrum þegar ég ákvað að vera með einhver sirkusatriði og snúa skonsunum við með því að sveifla pönnunni, sú fyrsta fór nokkuð vel og lenti bara smá hluti á kantinum. seinni skonsan sem fékk að fljúga fékk að fljúga, já... og beint á helluna! á hvolf! skemmtleg brunalykt sem fylgdi því,
ætla að æfa mig aðeins meira með fullbökuðum skonsum áður en ég skutla fleiri hálfbökuðum :)
svo bakaði ég chocolate-chip cookies, mjöööööög góðar en aðeins í dekkri kanntinum undir, ekki brunnar en hefðu verið fullkomnar annars
svo var ég að prufa ansi furðulega köku.
í deginu var engin fita og engin egg???? how does that work?
4 msk af smjöri eru reyndar brædd í forminu í ofni og svo deiginu helt yfir það.
en jæja..
blackberries ( Palli hvað var aftur íslenska nafnið á þessu?! ) var sett ofaná deigið í forminu og svo slatti af púðursykri yfir! namminamm...
kakan kom furðanlega vel út en botninn er svoldið klessulegur í miðjunni, berin voru nú frosin (afþýdd) og mikið vatn í þeim. er að smjatta kökunni með rjóma núna ! :)
svo er ég að fara í blesspartý hjá SVeppa á sólon núna og svo næturvakt
c ya
er það ekki trönuber?? Palli veit það annars betur
SvaraEyðaBlackberry er brómber elskurnar. Ekki flókin vísindi ;)
SvaraEyða