föstudagur, 19. janúar 2007

helgarherlegheitin :)

skólinn er eins, og ég er hætt að geta sofnað á kvöldin... sounds familiar ? ? ? 
ég er búin að fara í ræktina 3 sinnum í þessari viku, þri, mið og fim, hveeeeee dugleg er ég ha? ? :) 
ég held samt að ég sé komin með skýringu fyrir þessu svefnleysi í kvöld.
nr 1. ég fór í ræktina kl 8
nr 2. ég hlakka til Þorrablótsins í Víkinni

ég var einmitt að tala við einn í dag sem sagðist líka vera yfir meðallagi spenntur. Fleiri en ég eru spenntir og ég vona þess vegna að blótið verði gott. *krossleggfingur*

það er svo skrítið að geta ekki sofnað.
hugsanir fara alveg á flug og maður fer að hugsa daginn til baka... pæla í hvað eitthvað var skemmtilegt, af hlátursköstum sem áttu sér stað hér og þar fyrr um daginn.

ég hef alveg fáránlega lítið að segja?! hvað er málið??

jú...
Harpa, Eva, Lóa og Hildur komu í gærkvöldi og kjöftuðum frá okkur allt vit, ásamt því að andast næstum úr hlátri af óförum hjá hvor annarri. 
( þið sem ekki kannist við nöfnin hér fyrir ofan, þá eru þetta hjúkkuskvísur )

morguninn í morgun byrjaði svo á langdregnu líkamsmati sem fólst í að þreifa fyrir eitlum, skoða slímhúð í nefi, hljóðhimnur og eyrnamerg í eyrum, vökvaspennu líkamans og útlit nagla svo eitthvað sé nefnt... mis mikið áhugavert, en vinninginn hafði þó skoðun á sjóntauginni í augnbotnaskoðun með því að lýsa ljósi og skoða nálægt með stækkunargleri og horfa þá í gegnum augað og á augnbotninn.

jæja, nóg af því

svo sat ég upp á Eirbergi og las, með hléum auðvitað, upp á stofu 213 sem er hér með OKKAR stofa, svo kósí og gömul að það fá engin orð líst, ég þarf bara að smella af mynd við tækifæri...

Miklir fagnaðarfundir voru hjá okkur Hörpu uppi í Eirbergi fyrir framan  klósettið á lesganginum þar sem ég var að ná mér í tissjú eftir að hafa sullað kaffi út um allt borð á lesbásnum. en já... back to the story..
ég hélt að hún hefði ætlað að mæta upp í bókhlöðu kl 8 í morgun, og þess vegna hefði hún átt að vera þar kl 11 líka. við vorum búnar að tala saman á msn og vissum ekkert af hvor annarri. mikið er ég samt fegin að hafa rekist á hana þarna enda sátum við aleinar að barma okkur yfir flóknum leslistum ( já það er ekki nóg með að námsefnið mjög flókið heldur skiljum við ekki einu sinni leslistana eða námsáætlanir! ) 
já, við fundum hvor aðra og allt varð gott :) 

skóli á morgun
vík annað kvöld
hljómsveitaræfing á föst kvöld ( úff, ég segi frá því seinna! )
hljómsveitaræfing aftur á lau
leika sér á sleðanum á lau
sturta sig fyrir blót, mála sig og preppa sig fyrir blót
drekka, borða, drekka, syngja, dansa, deyja  ... í, um og í kringum blót
sun, halda áfram síðasta ástandi... vera dáin ! 


sjáumst á mánudaginn! :)
SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus11:18 f.h.

    You saved my day honey!!

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus6:15 e.h.

    góða helgi ;) ég tek á því í ræktinni á meðan :)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig