já, ég rembist og rembist eins og rjúpan við staurinn allan daginn.... að reyna að læra, og mér gengur ekkert ! það er á óskalistanum í afmælisgjöf ( 19. febrúar!!!!! ) að einhver gefi mér pillum við Clausus Syndrome :)
mig langar svolítið að losna við höfuðverkinn sem ég hef verið með síðan í jarðarförinni í gær, ástæðan fyrir honum er held ég sú að allar flóðgáttir opnuðust í jarðarförinni. Ég veit samt satt að segja ekki alveg af hverju þær opnuðust, ég hélt að ég væri búin að átta mig á þessu, en þetta ER BARA SVO ÓSANNGJARNT ! um leið og Lögreglukórinn byrjaði að syngja ( og svona líka rosalega fallega ) gerðist eitthvað... ég fór svo auðvitað að hugsa um það hvað ég sé eiginlega búin að koma mér út í.
Hvað er ég að vilja að læra hjúkrun þegar ég get ekki einu sinni sætt mig við dauðann.
Oft er spítalinn endastöð fyrir marga sjúklinga, og eiga ekki aftursnúið til hins "venjulega" lífs sem þeir hafa lifað í marga tugi ára, jafnvel að líf þeirra muni enda innan veggja sjúkrahússins. ( mjög margir dvelja þó á sjúkrahúsi og snúa svo til fyrra lífs... auðvitað... ) lífið endar einhversstaðar, hvar, hvenær og hvernig veit enginn fyrir hvern og einn, en ég vil læra að sættast við dauðann...
svo þurfa hjúkrunarfræðingar þurfa ekki síst að vera til staðar fyrir aðstandendur og veita sáluhjálp.
....en eins og ég og vinkona mín ræddum í gær... þá er þetta sjálfsagt eitthvað sem maður lærir að lifa við, sættir sig örugglega aldrei við, en mun búa sér til sína eigin rútínu og aðferðir til þess að díla við dauðann.
jább, ég er á góðri leið með að verða góður hjúkrunarfræðingur.... :) þarf bara að hoppa yfir einhverjar hindranir á leiðinni, já eða ganga í gegnum þær.
á morgun er tími í aðhlynningu og segir sagan að ég fái að læra að mata fólk ( fáum að læra það á hvor annarri )
og... þrífa gervitennur ! ég óska eftir einhverjum sem vill lána mér sínar ! ! ! bwhaha
nei... ég held að okkur verði skaffaðar einhverjar... eða kannski burstum á hvor annari tönnslurnar.
jæja...
panodil er málið !
c ya!
fínt blogg hjá þér ragna mín.. Það er og verður held ég alltaf sárt, erfitt og ósanngjarnt að missa e-n.. og takast á við sorgina verður aaaalltaf erfið!! En hjúkrunafræðingar, læknar og prestar hljóta að læra hvernig maður á ekki að taka inn á sig sorgir annara.. En svo er líka hollt að syrgja!!
SvaraEyðaÞú verður frábær hjúkrunarfræðingur og meiriháttar ljósmóðir!!
Þú átt eftir að standa þig rosavel. Hef enga trú á öðru :)
SvaraEyðaRosalega fínt blogg! Hugsaði mikið um þetta eftir að við töluðum saman... En ég veit að þú átt eftir að komast í gegnum þessar "hindranir" og enda sem frábær hjúkrunarfræðingur og góður sáluhjálpari því það er alltaf gott að tala.... :)
SvaraEyðaþú átt líka eftir að sjá það í þessu starfi að oft er dauðinn kærkomin hvíld eftir erfið og löng veikindi. þá syrgir maður ekki beint það að manneskjan hafi dáið heldur að hún hafi yfir höfuð veikst í upphafi eða það að heilbrigt líf hennar hafi ekki fengið að vera lengra...
SvaraEyða