mánudagur, 29. janúar 2007

Helgarrapport

já, helgin búin og þá get ég skrifað eitthvað um hana.

Fór í vísindaferð á föstudaginn með hjúkkunum í Skógarbæ, já, eins og
þið eruð búin að lesa tvisvar eða þrisvar hérna á síðunni.
ég var samt komin snemma heim á föstudaginn, en ég vissi líka að
laugardagurinn yrði svoldið strembinn og vildi því ekki vera komin á
ruglið niðrí bæ og fara mjög seint, eða eiginlega ekkert að sofa...
Þess vegna lét ég Jóa frænda sækja mig niðrá Pravda um 12.

ég var svo komin á ról um 11 daginn eftir, fór í sturtu og dreif mig
áleiðis til Víkur. Hitti reyndar 2 myndarlega peyja á Selfossi og
fórum við og fengum okkur að borða í hádeginu.
ég var svo mætt á hljómsveitaræfingu í Vík kl 2 og var að syngja
allan þann tíma sem ég var í vík. Eftir æfingu fór ég svo beinustu
leið í bæinn aftur... GREEEAT ! , út að borða með Jóa og þar á eftir
gerði ég mig reddí á mettíma þar sem að Óli Fannar og Goggi voru að
sækja mig rétt yfir 9 til að fara í Þingborg. þar var svo sungið og
trallað frá 12 til korter í 4.

Ég get svo svarið það... að syngja í um 7 tíma á einum degi er alveg
feikinóg fyrir heila helgi ! :) en engin hæsi eða neitt bankaði uppá,
ég hélt að ég væri dottin úr formi með að syngja.
nú verð égbara að vona ( 7-9-13) að ég fái ekki hálsbólgu fyrir næstu
helgi, því að þá á ég að standa upp á sviði og syngja fyrir 450 manns
á balli með 40 laga prógramm. ( hjááálp ! :/ )

í sambandi við ballið þá var það mjög skemmtilegt. Kannski frekar
skrítið að syngja prógramm sem ÉG hef ekki búið til og er ekki sniðið
minni rödd, en það væri ekki leiðinlegt að fá að syngja meira með
þeim, þó að ég viti að tæknilega er nú engin þörf á mér í
hljómsveitinni, en ég er með skemmtilegar hugmyndir samt sem áður sem
væri hægt að útfæra og gera eitthvað sniðugt með þeim! en HEY :D mín
völd eru eitthvað lítil í þeim málum.

á Ballinu söng ég með Óla Fannari Ólsen-Ólsen, eða "svo set ég
tvistinn út" sem Lúdó og Stefán hafa gert frekar ódauðlegt... það lét
mig fá smá sting í hjartað og oggulítinn kökk í hálsinn að hugsa til
þess að ég sé að fara í jarðarför hjá Berta "frænda" sem var auðvitað
í Lúdó og Stefán. Hann reyndar söng þetta lag ekki, en ég er nú
ekkert frá því að hann hafi nú verið á bassanum eða gítarnum í laginu.
Alltént þá var það gaman að syngja þetta lag, Berti var alltaf svona
smá goðsögn í mínum augum, alltaf að spila á böllum og átti ooosalega
flottan gítar, og hann kunni sko að syngja! :)
og þarna var ég, líka í hljómsveit að syngja lag frá honum ;) ég
hefði kannski átt að vera með tópas í brjóstvasanum, svona upp á
fílinginn :) :) :)


Gærdagurinn fór í alveg endalausan slappleika. Varð þó nokkuð góð
yfir miðjan daginn og átti aftur alveg ömurlega nótt... en 4-5 tímar
eru nóg, þó að það séu 2 dagar í röð, það þýðir bara að ég á nokkra
svefntíma "inni" til að nota síðar ;)

c ya

Ragna Björg

SHARE:

2 ummæli

 1. Nafnlaus10:41 e.h.

  Ég er alveg viss um að pabbi hefur sungið með þér á ballinu frænka ;o)

  Mbk.

  Einar Kári frændi

  SvaraEyða
 2. takk kærlega fyrir þetta komment Einar Kári, já veistu, ég hugsaði einmitt um það þegar ég söng... hann væri einhversstaðar þarna að fylgjast með mér... og ég veit að ég gerði hann pínu stolltan ;)

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig