mánudagur, 8. janúar 2007

frettir, frettir frettir!!!

ÉG KOMST Í GEGNUM KLÁSUS!!!!!!

hvað haldiði að stelpan sé klár! :) með 6,9 í meðaleinkunn og einkunnirnar röðuðust niður svona

lífefnafræði = 6.0 ( ath 52 % fall! )
líffærafræði = 6.0 ( 41 % fall )
félagsfræði = 7.0
sálfarfræði = 8
heimskepileg forspjallsvísindi = 7.5

var svo númer 43 inn af 105 og nokkuð mikið ánægð þessa stundina

þetta eru svo kúrsarnir sem ég tek eftir áramót frá og með fimmtudeginum, það sem ég hlakka til !!! :)


Félagsfræði II

Fjallað um félagslega dreifingu valinna heilbrigðisvandamála. Gerð er grein fyrir hugtökunum heilbrigði (health), sjúkdómur (disease), veikindi (illness) og sjúklingur. Langvinn heilsuvandamál eru skilgreind og rætt um sálrænar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar þeirra. Athuguð er notkun heilbrigðisþjónustu og raktar ólíkar skýringar á mismunandi þjónustunotkun einstaklinga og hópa. Loks er fjallað um skipulags-, mannafla- og starfsþætti heilbrigðiskerfisins og tengsl þeirra við kostnað, aðgengi og gæði þjónustunnar.


Almenn hjúkrunarfræði

þessu námskeiði eru undirstöðuþættir hjúkrunarstarfsins kenndir. Fjallað er um grunnþætti aðhlynningar með áherslu á umönnun skjólstæðinga með skerta sjálfsbjargargetu. Fræðilegar forsendur tjáskipta og tengslamyndunar í hjúkrun eru kynntar og leitast er við að aðstoða nemandann í að þróa færni á því sviði.


Fóstufræði

Meginatriðum fósturþroska er fylgt frá frjóvgaðri frumu til fullbúins barns. Gerð og myndun kynfrumna, æxlunarfæri karls og konu, tíðahringur, frjóvgun, bólfesta í eða utan legs. Myndun fósturbelgja og þriggja laga fósturskjaldar, afdrif laganna þriggja. Myndun og þroskun taugakerfisins. Myndun brjósthols, kviðarhols og þindar. Mótun öndunar- og meltingarvegs, þvagrásar og kynfæra. Hjarta og blóðrás. Höfuð og háls, bolur og útlimir. Þroskun og hlutverk fylgju. Fleirburar. Aðferðir til að meta ástand fósturs. Helstu orsakir vansköpunar.

lífeðlisfræði I og frumulíffræði

Frumur, bygging og störf. Frumuskipting. Frumuhimnur og efnaflutningur. Taugavefir, vöðvavefir, stoðvefir og þekjuvefir. Boðflutningur tauga og samdráttur vöðva. Samskipti frumna, himnuspenna, boðspenna, boðefni, innri boðkerfi. Innra umhverfi, samvægi (homeostasis). Stýrikerfi. Starfsemi taugakerfa. Starfsemi vöðva, stjórn hreyfinga. Skynjun. Sársauki. Innkirtlastarfsemi. Verklegar æfingar: 1) Vefjafræði. 2) Vöðvar. 3) Vöðvarafrit (EMG) & viðbragðsbogar. Hjartarafrit (EKG) í samvinnu við 11.11.44 Heilbrigðismat. Kennsla er á formi fyrirlestra, umræðufunda og verklegra æfinga. Skylt er að mæta í allar verklegar æfingar og skila fullnægjandi skýrslum.

Aðferðir í hjúkrun I

sýnikennsla í verknámsstofu (Heilbrigðismat) 15 st. sýnikennsla í verknámsstofu (Almenn hjúkrunarfræði) 24 st. verklegt nám á heilbrigðisstofnunum (Almenn hjúkrunarfræði) 4 st verkleg æfing (Lífeðlisfræði - EKG).
SHARE:

4 ummæli

 1. Nafnlaus9:04 e.h.

  Til hamingju

  SvaraEyða
 2. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus10:19 e.h.

  Til hamingju......ég vissi nú alveg að þú myndir rúlla þessu upp... en ánægjulegar fréttir engu að síður;-)

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus10:34 e.h.

  Til hamingju. Þetta er frábær árangur hjá þér :-)

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig