mánudagur, 8. janúar 2007

komin heim

aðgerðin var alger piece of cake og allt gekk vel

þurfti svoldið að bíða til að það væri tekið á móti mér en svo var ég klædd í spítalaföt og krotað á mig með túss og ég svo sett inn á skurðstofu þar sem ég fékk æðislega sprautu.... giska að þetta hafi verið kæruleysissprauta þó svo að mér hafi ekki verið sagt það en ég get svo svarið það að loftið það hreyfðist. Það hreyfðist eins og það væri verið að ýta rúminu og allt var á fleigiferð. svo ég lá þarna með eitthvert asnalegt glott á andlitinu :) svo kom önnur sprauta og ég var over and out!
vaknaði svo við að það væri verið að taka plaststykki úr munninum á mér og reyndi að vera sem hressust og vakna bara, sem og tókst. fékk að fara í lazyboy bráðlega þegar búið var að taka af mér mæla og dót og var þar þangað til brósi kom og sótti mig og læknirinn sagði bless við mig.

er núna ansi gæjaleg, með teygjusokk og vafin ofan á það frá tám og upp í nára. Buxur eru því óþarfar því að mér er mjööööög heitt.

en jæja, ekkert svaka vont, er bara búin með eina verkjatöflu, verst er að ef ég hreyfa mig of mikið því að götin á löppunum rífa svoldið í :)

en ég vona að þetta hljómi ekki eins og væl og grenj :) þið eruð samt boðin í heimsókn! ég hef ekkert betra að gera en að taka á móti ykkur
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig