sunnudagur, 16. janúar 2005

Þegar Ragna breyttist í snjókall.

Jæja, dagurinn leið í gær og matarboðið gekk frábærlega vel, súpan var góð, nautakjötið ágætt og núðlurnar og rækjurnar klassískar.
Svo fórum við í Trivial Pursuit - Genius útgáfuna. Strákar á móti stelpum, semsagt Árún, Ragna og Hildur á móti Fúsa og Palla. Það er skemmst að segja frá því að það var jafntefli :))))))))))))!!!!!
hahaha
Svo skutluðu Palli og Árún okkur Fúsa niðrá Celtic Cross þar sem lítið fólk var mætt svo að við settumst bara aðeins niður í staffaherbergið með strákunum sem voru að spila niðri og spjölluðum aðeins við þá, þegar við komum svo aftur upp um eitt leitið var staðurinn að fyllast og við byrjuðum á að spila þessu helstu slagara, stemmingin var alveg gríðarleg og svo byrjaði húsið bara að fyllast og fyllast og fyllast, alveg þangað til að húsið var orðið stappað og þvílík röð fyrir utan, stemmingin inni var líka alger snilld!
Skemmti mér mjög vel!
Á leiðinni heim var farið að snjóa eins og hann mest mátti og við breyttumst í myndarlega snjókalla á leiðinni heim með skafla á hausnum og al-hvít. og ég sem hélt að það væri koma sumar.... mjén!
Dó samt úr hlátri þegar ég sá stelpu í bleiku, STUTTU pífupilsi og HÁHÆLUÐUM skóm vera skautandi niður brekku þarna út um gluggann og endaði svo á því að ríghalda í ljósastaur, GREJNAÐI alveg úr hlátri, fúsi varð líka vitni að því þegar einhver gaur mætti þrammandi fram hjá glugganum með forlátt jólatré í eftirdragi! hehe
Dávaldurinn Shaleish sást líka inn á staðnum ásamt Óskari á Seljavöllum sem er ekkert minna frægur maður.
Vaknaði kl hálf 1 í morgun við það að síminn hans Fusa lét öllum illum látum í gluggakistunni, hann var ekkert að fara að svara honum svo að ég snéri mér við og ætlaði að láta einhver vel valið "SVARAÐU Í SÍMANN MAR!" orð fjúka þegar ég sé Fúsa liggja með hendina fyrir ofan haus haldandi um hækka-lækka dótið á ofninum og snúa og snúa draslinu sem mest hann mátti! og kalla svo auk þess "HELVÍTIS OFNINN!" ég náttla missti mig úr hlátri og benti honum kurteislega á það að þetta væri SÍMINN hans sem var að gefa frá sér þessi hljóð! hahahaha
Eftir þetta steinrotuðumst við aftur og vörknuðum ekki fyrr en kl 4!!!!!
DAgurinn ALVEG búinn...
Og við sem vorum á leiðinni í heimsókn til Óskars, hehe, hann ætlaði bara að hita upp kaffið aftur sem hann hellti á kl 2. Ragna stormaði í sturtu alveg ónýt yfir því að vera svona nývöknuð og svo brunuðum við af stað í hafnafjörðinn með þær lýsingar á húsinu að hann byggi þar sem enginn Býr, og við fundum það! :)
ótrúlegt alveg . Bíllinn hans hjálpaði aðeins til, enda stóð hann fyrir utan.
ÞEgar þangað var komið dró hann upp vöflujárnið sitt og ragna hófst handa við ofur Vöfflugerð. Eitthvað samdist henni þó illa við vöfflujárnið svona fyrstu 5 vöfflurnar en undir lokin vorum við orðnir svona alveg bærilegir vinir, Óskar sá um að koma með Kakóið og gervirjomann og við smjöttuðum á þessum líka fínustu vöfflum með rifsberjasutlu frá mömmu og með sætum gervirjóma kl hálf 6. fínn matur það.
Held að ég sé að fara að drífa mig í bíó með svenna og einhverjum öðrum fuglum, aldrei að vita nema að maður fái sér morgunkaffi, hádegismat og kvöldmat svona einhverntiman í millitíðinni líka, en er nú búin með miðdegiskaffið :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig