föstudagur, 14. janúar 2005

Föstudagur..... STRAX????

Jæja, þessi skrif mín í gær hafa valdið því að ég hef fengið ansi mörg sms, og öll bara á góðu nótunum. Auðvitað eru til svona manneskjur út um allt... Og allir þekkja til einhverra aðstæðna eins og þessar, kannski ekki allir sem BLOGGA um þær samt :) hummm

Fór i leikhús í gær... Á Öxin og Jörðin með einhverjum skemmtilegasta áfanga í skólanum leikhús og leiklistaráfanga í íslensku. Fáranlega gaman, lesum einhverleikrit, förum á leiksýningar, upplestraræfingar, æfingar og fáum að spjalla við höfunda og leikstjóra.
Sýningin í gær var ekkert svo slæm eins og gagnrýnendur höfðu sagt, en þeir voru sjörsamlega búnir að HAKKA í sig sýninguna. Handritið var kannski ekkert allt of gott en það hjálpaði til fyrir mig ða hafa verið búin að lesa bókina. þetta var nefnilega sólbaðsbókin mín og keypt á ESSÓ í vík ;)
Sýningin þung en leikararnir FRÁBÆRIR og lýsing og búningar var alveg 2 og hálft hlutverk í sýningunni.

2 Snafsar spila svo í kvöld og það er alltaf gaman að sjá einhverja sem maður þekkir. :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig