fimmtudagur, 27. janúar 2005

Miðbæjarrotta!

Var veik í gær, jah, kannski meira slöpp en veik, bara með 7 kommur.. En er góð í dag samt, thank god!
fór í skólann í morgun, svaf eiginlega yfir mig samt, vaknaði við það þegar þráinn tók þjófavörnina af bílnum sínum og mætti því alveg á réttum tíma! :) Heppin þar.
Við vorum nefnilega að horfa meira á Citizen Kane, er alveg að verða besta mynd sem ég hef séð, þetta er eins ogmeð Sjálfstætt Fólk, ég held að ég myndi ekki kunna svona vel að meta hana ef að ég hefði ekki fengið tilsögn við að lesa hana í MH, í CK er okkur sýnt sérstaklega og beðin að taka eftir hinu og þessu sem maður færi ekki að horfa á á annað borð. Allavegana...
Fór svo upp í Borgarleikhús í næsta tíma þar sem við fengum að skoða æfingar á 3 leikritum sem var allt alveg mjög gaman :) Svo var égbara búin
Ákvað ég að gerast einhverfingu og miðbæjarrotta það sem eftir var af deginum, rauk heim, skellti bókum í poka og þrammaði niður Laugaveginn, reyndar með stuttu stoppi íBoltalandi hjá sjúklingnum henni Ásrúnu og frk Katrínu Nývöknuðu :) Eftir smá spjall og pælingar hélt ég för minni áfram með þunga bókapokann og skundaði inn á borgarbókasafn og skilaði mínum bókum. Eyddi svo rúmum klukkutíma í pælingar og dund þar inni og komst að því að það er náttla algert bull að kaupa mannlíf og séð og heyrt og sollis, maður getur lesið þetta allt þarna. FRÍTT, þarf semsagt ekki að borga líka eitt stykki klippingu eða tannviðgerðir í leiðinni :) sniðugt.
Þar sem ég var dottin í þennan menningargír ákvað ég að renna við í bæjarins Bestu komin með annan þungan bókapoka upp á arminn. Varð hugsað um það þegar ég horfði á sinnepið vera að hlýða þyngdarlögmálinu niður lófann á mér að Clinton hafði einmitt staðið þarna með sína Boddígarda og slafrað í sig einni SS með sinnepi, ætli sinnepið hafi líka farið til ferða hjá honum???
Upp laugaveginn hélt ég aftur þar sem ég hjálaði gömlum manni yfir götu, klappaði sætum hundi og keypti mér Joe Boxer nærbuxur (fyrir kvenmenn! sniiiillld!) eins og mig hafði langað í svo vlengi, keypti mér þvi 2!
Kíkti við í Te og kaffi og fékk allar helstu leiðbeiningar um kaup á espressokaffivél (þessari einu réttu í þínu lífi) og er margs fróðari, kaffi er víst ekki bara kaffi... fann svo draumakaffivélina, sem kostar 62 þús! og vil minna alla á það að ég er að verða 20 í næsta mánuði *blikk blikk* :))
ferð mín hélt svo áfram og skreið inn í einhvert kaffihús sem ég ómögulega get munað nafnið á en er allavegana í kjallara og voða old fashion og heimilislegt. fékk mér Latté ostaköku sem var borin fram á indælum ljótum disk með rauðum og bláum rósum, svona eins og langamma átti, eða ég ímynda mér að allar langömmur hafa einhverntímann átt.
Sat svo þarna í reykingarhorninu, til að fá fílinginn og las Galdra-Loft aðeins yfir, gerði ekki miklar heimspekilegar uppgötvanir nema það að óskar á Seljavöllum er sjálfsagt fyrirmyndin að Lofti "ég ætla að búa fjarri öllum mönnum. Mennirnir trufla mig!" hehe. þeir sem vita hvar Óskar býr, þeir skilja þetta :D
Keypti mér svo sápukörfu þegar ég var búin að lesa yfir mig, keypti hana einmitt í búðinni sem ég er búin að spurja Fúsa út í, í hvert einasta skipti þegar við löbbum þar framhjá á leiðinni í spilarí eða úr spilerí, HVAÐ er verið að selja þarna?!!! og hvað myndi maður kalla þessa búð?!!! get ekki sagt að ég sé einhverju nær, en þorði ekki annað en að kaupa eitthvað fyrst að ég var búin að spyrja konuna sem var þarna svona mikils, þetta er einhver búð með einhverjar designers danskar vörur, búðin heitir Sipa eða eitthvað :) hvað heldurðu að maður þurfi a-ð muna það, greip svo þessa sápukörfu og sagði, HEY! mig vantar alveg svona, labbaði út og hugsaði, NEI, mig vantar EKKERT svona :) En það er allt í lagi, búin að finna þessu stað og starf.
Rigndi á mig síðustu 5 mínúturnar heim, en maður er íslendingur, og lætur ekkert svoleiðis á sig fá! :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig