miðvikudagur, 26. janúar 2005

oooh hvað ég nenni nú ekki að standa í þessu!

Var eitthvað skrítin í nótt, þegar ég vaknaði í morgun var ég búin að klæða mig úr náttfötunum og taka utan af koddaverinu! fróðlegt að vita hvað mig hefur verið að dreyma, man því miður ekki eftirþví...

Fór í jóga, var rosa þreytt og þetta var voða erfiður tími, lagði mig svo þegar ég kom heim og þegar ég fór í líffræði sneri ég við og fór ekki... hlaut bara að vera orðin veik, svitnaði bara og svar með hovedpine og eitthvað, mældi mig því þegar ég kom heim og jú, var svona eiginelga bókstaflega með hita, en ekkert til að vera að væla, bara 7 kommur...

Skíthrædd samt við að verða veikari eins og t.d. grey árún sem er búin að liggja í viku og nú búin að smita palla sinn. Bara búin að halda mig inni í dag semsagt og ekki gera neitt að viti... drep leiðist auðvitað.
svo er ekkert til að borða hérna.... Þráinn nennir ekki út í búð!!!! Bíddu bara, hann skal sko gefast upp! það verður ekki keyptur matur hérna fyrr en hann gerir það!
ég er búin að kaupa eiginlega allan matinn sem hefur verið keyptur í þessa íbúð! urg

Ætla að fara að sjóða mér soðkökur, á hveiti og hveitiklíð sem ég get kannski möndlað saman... Það er ekkert delivery á mat frá vinum hérna... HUH!
Batchelorette er samt í kvöld og mun halda mér upptekinni í einhvern tíma.

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig