fimmtudagur, 13. janúar 2005

Hvað er að?!

Stundum finnst mér fólk vera að tapa sér og sé það yfirnáttúrulega ruglað að það getur mætt með skítkast eins og einhver drottning af einhverju skítkastalandi.
Þegar maður er að eldast með hverjum degi og kominn út í þennan heim og hann farinn að meika meiri og meiri sens með deginum er maður farinnað rekast á fólk sem er svo ógeðslega grimmt að það situr allan daginn og talar ILLA um fólk, þvi miður þekki ég nokkrar svona persónur.

Persónur sem segja að ég hafi sagt eitthvað. Já eitthvað sem HAFI ÁTT að segja, ég segi nú margt en sumt VEIT ég að ég hef aldrei sagt.
En þessar manneskjur sitja bara og búa til kjaftasögur, láta þær snerta sig á einhvern hátt og fara svo að spreða illu orði út um allt og jafnvel tala við bestu vinkonur manns og segja ÞEIM hvað ég á að hafa sagt, common, maður gerir það bara ekki, er ekki allt í lagi??

Í Vík er svo mikið að kjaftasögum að það nær engri átt, en oft geta þær verið mjög skemmtilegar og ekkert sem þarf að æsa sig yfir. Sérstaklega ef þær eru byggðar á misskilningi. Svona í alvöru, þá sest fólk ekki þar saman í hópa og hvíslar á milli sín, "GVÖÖð vitiði hvað hann sagði...." Og þegar sagan er komin reka allir hinir upp stór augu og fara að tala ILLA um manneskjuna.
En nei, svona fólk er maður farinn að þekkja, sem virðist geta talað illa og þennan og hinn og jafnvel um sínu bestu vini, við aðra vini. Fólk sem staðhæfir eitthvað um einhvern án þess að vita alla söguna og þegar rétti aðilinn segir réttu söguna, þá er nú ekki hægt að trúa þeim aðila því að hann er búinn að vera svo vondur og sofa hjá hinum og þessum og ljúga að hinum, sem er nú EKKI alltaf rétt.
Ég ætti kannski að setja upp aðra bloggsíðu til að segja hvað ég segi á hverjum degi, hjá hverjum ég sef hjá, hverjum ég vilji sofa hjá, hvað ég gerði, og svo sérstakan dálk þar sem fólk getur spurt mig hvort að ég hafi gert þetta og hitt eða sagt þetta eða hitt. Og ég get þá svarað eins vel og ég get ef ég kannast við aðstæður, og fengið að NEITA einhverju áður en ég er dæmd sem algjör drusla og tík.

Takk fyrir mig!!!!

(ATH; Taki aðeins til sín sem eiga)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig