laugardagur, 15. janúar 2005

Föstudagurinn kom og fór

Jæja, hann leið ótrúlega hratt þessi föstudagur...
Fór bara í skólann eftir hann verslaði ég aðeins inn... og fór síðan að baka brauð að því að mér leiddist eitthvað.... Heym, minnir mig á það, get borðað það í morgunmat.
Fúsi kom svo einhverntíman seinni partinn og við æfðum aðeins nokkur lög og fórum svo og settum upp hljóðkerfið, var alveg fáránlega stressuð yfir magnaranum því að hann hafði verið að slá út í vík og settum hann þess vegna í viðgerð í Rvk en það var víst ekkert að honum, eða allavegana FANNST Ekkert að honum svo að við krosslögðum bara fingurna...
Fúsi eldaði svo alveg gríðar gott lasagna sem við smjöttuðum á fram eftir kvöldi og svo hófst þessi vegnjulega lllaaaanga bið eftir að fara að vinna. Sátum bara og gláptum á sjónbartið og eitthvða og löbbuðum svo niðrí bæ um 12 leitið.
Sá ég svo strák sem ég kannast við á bará leiðinni niðrí bæ. Við kíktum þar aðeins inn og ég spjallaði aðeins við hann. Það spjall endaði þannig að ég og Fúsi tókum eitt lag þarna inni g áttum að spila meira þegar við sögðumst nú þurfa að fara að mæta í vinnuna okkar.

Kvöldið gekk vel. Afspyrnu lélegt framan af og enginn var neitt svona DAUÐA drukkinn, stemmingin byggðist svo hægt og rólega upp og um 3 leitið var orðin bærileg stemming. Kannaðist við nokkra fugla í hópnum og það er alltaf jafn gaman.
Undir lokin vorum við búin að fá eitt atvinnutilboð og Fúsi orðinn eitthvað nett pirraður á þessum karlmönnum sem héngn yfir okkur, ég hélt satt bestað segja ða þær ætluðu að gleypa mi!
Svo var þarna stelpa sem reyndi og reyndi við mig, voða sæt meira að segja, ég ætti kannski að gerast BI-ari... humm En Fúsi var EKKERT hrifinn af því að hún skyldi snúa sér að mér, haha. greyið...

Vegna ofsaþreytu Fúsa fengum við svo Brodda og Óskar til þess að skutla okkur heim, en þær mættu þarna og bjuggu til lopapeysugengið.

Er með kínverskt matarboð í kvöld, veit nú ekki hvernig það fer... en sjáum til.. :)
þarf að fara að kaupa nautakjöt og svollis núna.
Sjáumst ! :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig