mánudagur, 24. janúar 2005

Þorrablót er mannabót

Skrifin hafa legið aðeins niðri í smá stund, bara ekki haft tíma né ráð til að skrifa.

Á fimmtudaginn skellti ég mér á Selfoss á kvöldvöku Fsu þar sem fram komu Jón Gnarr og Sigurjón Kjartans, Bubbi, Pind og einhverjir fleiri. Góð kvöldvaka svona í heildina litið þó svo að Jón Gnarr og Sigurjón hafi floppað gjörsamlega, annar uppistandari var þarna líka og hann fékk tárin mín sko til að renna! :) snillingur
Eftir kvöldvökuna skellum við okkur smá á Cafébarinn og síðan á Pakkhúsið þar sem áframhaldandi drykkja hélt áfram við undirleik einhverrar hljómsveitar með gott prógramm, við fúsi ákváðum að hita þar upp dansskóna og tókum dansinn, tók samt smá tíma að fá fólk til að smitast af dansbakteríunni svo að við dönsuðum bara ein í smá stund, en það tókst á endanum að fylla dansgólfið. Þegar búið var að henda okkur út fórum við upp á vist og kláruðum Bailey's inn, helvítis tappinn! ;)
Var búin að fá gistingu hjá piltunum og svaf í skuggalega litu plássi mest megnis alla nóttina... soldið erfitt sko í þessum aðstæðum.
brunaði svo snemma á föst í skólann.

Á föst var mér boðið í afmæli Hjá Þóru vinkonu minni úr skólanum niðrá Gauk þar sem ég og Hildur mættum galvaskat til þess að fatta það að við þekktum ekki marga! það reddaðist þó vel og Katrín kíkti við með vinkonu sinni og við trítluðum inn á Hressó þar sem ég hitti Röggu og Elínu af Pítunni og afrekaði það sem svo oft áður að týnast, lenti semsagt inni á Pravda í einhvern tíma og náði að standa í miklum bömmeringum á engum tíma.
þegar ég kom aftur á Hressó voru auðvitað stelpurnar farnar en ég náði að endurheimta Katrínu á endanum og plataði hana með mér og Elínu á Celtic Cross með smá stoppi á Hverfis þar sem að það var EKKERT að gerast! Fór svo heim og lagði mig smá svona áður en ég myndi bruna í sveitina.

á Laugardaginn var nefnilega hið árlega þorrablót Víkurbúa og væntingarnar miklar sem svo oft áður, mér var plantað á einhleypingar borðið mikla til lítils árangurs og voru skemmtiatriðin góð, mamma fékk eitt skot í sambandi við sundlaugina "senn bryddir á Bryndísi" og var þemað í skemmtiatriðunum gott, "Bjálfar voru þeir sem fyrst námu land hér á íslandi og festist seinna meir við þá nafnið BJÓLFAR" og skotið var í Bjólfskviðuleikaranagengið sem bjó í Vik um tíma og hafði mikil áhrif á fólkið :))))
Dansiballið var fínt og fólk alltaf svona misgóðir dansarar, ég er samt enginn dansari þó svo að ég get svo svarið að ég geti dansað stundum, allavegana við þá sem kunna í alvörunni að stjórna og láta mann bara sveiflast með, verð að segja að íþróttakennarinn fær vinninginn!
Stríðninn í mér var ekki fjarri þegar fréttist af Helga litla á leið í einhverja skemmu með konu upp á arminn og var ákveðið að bíða samt smá færis og fara svo og reyna að trufla þar sem samverkamaður okkar átti lykil að húsinu! :)
Skunduðum við inn húsið og fundum Helga inn í Húsbíl föður samverkamannsins með erlendínu nokkurri :) Helgi varð ekkert par hrifinn og sagði okkur öllum ða fara út sem við gerðum, en læddumst brátt inn aftur þar sem þau höfðu skipt um mökunarstað og var kominn á enn furðulegri stað, Sjá myndir
HEHE! soldið gaman að þessu...
Endaði svo á að draga 2 hljómsveitarmeðlimi í eftirpartý heim til Tóta og fékk að launum afnot af flottum kúrekahatti, þar sungum við og sungum þangað til að ég skreyddist heim um hálf 7 og græddi meira aðsegja eitt jólakort, veit ekki sögur af endanum á partýinu.... þær hljóta að fréttast :) Eins og alltaf
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig