þriðjudagur, 11. janúar 2005

Þegar maður heldur að maður viti svo margt...

Er búin að fá bögg frá ákveðnum aðila .. :) Af því að ég kannast bara ekkert við Nothingman með Pearl Jam....
Með eina hljómsveitarmöppu sem samanstendur af 180 lögum og aðra minni með um 100 lögum hélt ég kannski að ég myndi kannast við svona heeelstu lögin....
En nei, einhvernveginn kannast ég ekkert við þetta lag.
samt hef ég eitt til að hugga mig við, þessi ákveðni aðili er aðeins eldri en ég svo að það er möguleiki að þegar hann sat og dembdi sér í Pearl Jam þá sat ég með greiðu, fléttaði á mér síða hárið og hlustaði á Barbie Girl :)

Anyway. þekkið þið þetta lag?
Er nú búin að hlusta á það núna og það er mjög gott. Bara farið svona helvíti framhjá mér.

Fyrsti tíminn minn í kvöldskólanum er á eftir, get ekki sagt að ég sé jafn spennt fyrir hann og þegar ég fór í fyrsta sinn í skólann þegar ég var 6 ára....
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig