mánudagur, 17. janúar 2005

Halló hæ

Mánudagar, einhverjir rólegustu dagar sem ég get upplifað.
Voðalega erfitt að sofna á sunnudagskvöldi eftir spilahelgi, og sérstaklega ef maður er ekki búinn að vera vakandi í 12 tíma!!!!!
Sofnaði ekki fyrr en um 5 og þá búin að horfa bæði á Dodgeball og Nóa albinóa, Svo er ég bara í 2 tímum á mán
einum kl 8 og hinum kl hálf 4 ! ! !
svo að ég geri bara ekki neitt! nema já, EKKI NEITT!!!
Ömmubörnunum heilsast vel, held ég.

Fór reyndar í bíó í gær.
Allt gerði það samt að verkum að ég var 4 sinnum hætt við að fara.

í 1. lagi uppgötvaði ég að ég átti hamstrabörn
í 2. lagi, þá var ég allt of sein og bílinn undir fargani af ís og snjó,
í 3. lagi var ég í pilsi og þurfti að klifra inn farþegameginn!
í 4 lagi þá var ég orðin ennþá meira of sein
í 5. lagi þá vissi ég ekkert á hvaða mynd ég var að fara á þegar ég kom í Álfabakka því ða ég hélt að ég væri að fara á Eternal Sunshine en það var ekki verið að sýna hana.... :/
í 6. lagi hringdi ég í Svenna og hann sagði mér að hann væri í sal 2 svo að ég þramma að afgreiðsluborðinu og ætla að kaupa miða í sal 2, nei þá var uppselt! svo fæ ég sms í því þegar ég er að labba út og að skrifa sms til svenna að ég sé farin því að það hafi verið uppselt fæ ég sms frá honum þar sem segir að þetta sé i sal 1 ! ! ég snéri því við og keypti miða í sal 1
í 7. lagi, ég kem inn í salinn og sé FULLT af fólki og sé engann vera að veifa mér eða reyna að láta mig vita hvert ég á að fara... en svo fæ ég sms um að fara á 6. bekk

Eftir þetta ákvað ég að ég ætlaði að vera í bíóinu áfram og horfa á myndina ! :)
Enda allt orðið í orden :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig