Var alveg ónýt eitthvað í gær, alveg með rosa hausverk og ætlaði að taka til þegar ég kom heim til að gera heimilið svona mannsæmandi áður en mamma kæmi, en ég endaði bara á að leggja mig og svaf alveg þangað til að hún kom heim, ég ætla bara að taka það fram að þetta er í fyrsta sinn síðan á síðasta skólaári að það hefur komið eitthvað teljandi drasl, og mikið leið mér illa að horfa upp á það!
Rauk svo í kvöldskólann og skemmti mér yfir því hvað hann Gunnar Freyr stæ kennari getur talað skuggalega hægt, og EKKI kafnað.
Mamma bauð svo mér og þráni svoldið fínt út að borða eftir kvöldskólann. fórum á Hard rock, pöntuðum og átum svo eins og kóngar, enduðum svo góða máltíð með ofursætum eftirmat og sprungnum maga. en samt mjög gaman. Fegin að pabbi hefði nú ekki verið þarna og tekið málin í sínar hendur með að ákveða hvert skyldi fara, mamma nefnilega sagði okkur frá því um daginn þegar pabbi bauð henni út að borða.
Nei hann fór ekki með hana á Bæjarins Bestu
Heldur stormaði hann með hana inn á Múlakaffi og fékk sér kjöt í paxó með rabbabarasultu! hehe
Lenti svo í rokna björgunaraðgerðum í nótt þegar ég fór að taka úr mér linsurnar og bursta tönnslurnar og sá að það var ástand hjá krílunum mínum, eitt hárlausa bleika krílið var nefnilega oltið út úr hlýjunni í húsinu sínu og lá tístandi og veltandi eins og fullur leikskólakrakki fyrir utan innganginn... Skötuhjúin sem eiga svo að passa afkvæmi sín sátu bara og kjömmsuðu á gulrót og kipptu sér ekkert upp við þetta en grey krílið reyndi að velta sér einhvernveginn inn aftur, enn valt svo aftur út aftur, aftur og aftur. Ragna bretti því upp ermarnar og skúbaði þessu litla brothætta aftur inn með bómullarskífum. las svo einhverja smá ræðu yfir krílinu um að halda sig heima og þegar ég sneri mér að foreldrunum þá sko voru þau ekki á því að fara að viðurkenna slæmt uppeldi og umhugsun heldur réðust á mig og bitu mig!
Vona að þessi kríli haldi sig bara heima...
Morguninn í morgun fór svo í eitthvað Jóga, sem er nú ekki slæmt sko.. bara var ógeðslega þreytt og það var rosalega kalt ... brrrrr....
slökunin eftir á er samt alltaf fín þegar við hlustum á rólega tónlist og kúrum með flísteppi í smá tíma.
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)