þriðjudagur, 7. september 2004

Hvalaskoðun

Ekki er nóg með að það hafi verið staffapartý á laugardaginn heldur var líka Hvalaskoðun á mánudagsmorgun kl 9 með Eldingu.... Lítið var séð nema fullt af úfum sjó og náhvítt staff, jú, sáum víst líka einmanna villtan höfrung og eitt stykki hrefna lét sjá sig í smá stund.
Fáum víst aðra fría ferð þar sem við sáum svona.... ekkert merkilegt.
Hópferð var farin í kringluna og étið og ég gerði heiðarlega tilraun til að drepa grey Willi sem arkaði með mér búð úr búð í heilan klukkutima sem hann taldi vera persónulegt met fyrir sjálfan sig.
Ég held að ég geri út af við hann þegar ég fer í heimsókn til hans um Jólin :)))
Mætti hress og "kát" í tiltekt upp í x-lausnum svo í gærkvöldi, sem tók alveg slatta tíma en cozy herbergið er orðið alveg hel fínt :)))
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig