Ótrúlegt hvað þessar vikur líða hratt!!
Föstudagurinn kom fljúgandi eins og flestir vikudagar virðast vera að gera og þetta var sérstakur föstudagur því að þessa helgi voru réttir og réttarball!
Eftir skóla hófst þessi venjulega "áður en farið er austur" rútína..
Sem er, fara í bílanaust eða einhverja aðra varahlutabúð fyrir pabba, pakka niður, fara í ríkið, taka bensín, leggja af stað, snúa við, ná í það sem gleymdist, og leggja af stað aftur...
Svona gengur þetta alltaf.
Reyndar lenti ég eiginlega næstum í bílslysi þegar ég var á leiðinni aftur upp í íbúð að sæka það sem ég hafði geymt en bíllinn fyrir framan lenti í crashinu þegar vörubíll ákvað að skipta um akrein með 2 bíla hliðina á sér á akreininni sem hann ætlaði yfir á !!!! ég náði að skilja eftir mig ansi góð bremsuför en slapp þó, fólkið í bílnum sem vörubíllinn lenti á slasaðist ekki en voru bæði mjög sjokkeruð, beið hjá þeim þangað til löggan kom...
SVO var haldið austur.
Föstudagshljómsveitaræfing var haldin heilög (bjóræfing) og fórum svo ég og Jóhanna á Höfðabrekku á svvvaaakalegt djamm með leikurum og crewi sem tilheyra Bjólfskviðu...
Einhvernveginn æxlaðist kvöldið freeekar furðulega og vildu allir fá tattú frá mér... eða sem var þannig að ég skrifaði nafnið mitt einhversstaðar á það.... og á nokkra rassa þar á meðal... hehe
lööng saga
tókst svo næstum að sofa yfir mig í réttir og rauk af stað eftir að mamma hafði hringt í mig um hálf 10 og dreif mig austur, algerlega ósofin og kannski ekkert allt of edrú... En það var nú samt innan marka.
Eftir réttir lagði ég mig, eiginlega allan daginn sem var ágætt því að ég vaknaði hress og kát og til í átök kvöldsins, réttarball í Tungunni.
Ballið var þvílík snilld, fórum með sætaferð á ballið og fjöldi fólks var á svæðinu.
Ballið gekk sinn vanagang og er maður með öll ummerki þess, úfið hár og marbletti. en samt alveg ótrúlega ánægður
Myndir komnar á myndasíðuna!!!
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)