mánudagur, 6. september 2004

Helgin

Ég fór í sumarbústað eins og til var ætlast og þurfti að hafa litlar áhyggjur á að finna þetta ekki því að Svenni kom með mér og vísaði leiðina.
Fólk tók svo að tínast smátt og smátt í gleðina og Árún, Sveppi og Ester voru þau síðustu til að tínast inn.. .
Eins og venjulega er gert í sumarbússtöðum var farið í pottinn og grey Sveppa var plantað niður langt frá tönnunum í Rögnu.... Skemmti mér alveg skelfing vel þarna í þægilega pottinum og einhverjum lítrum af bjór var skolað niður... Stóð samt alfarið fyrir utan það athæfi enda Vodka 50 % á matseðli kvöldsins. namm namm.
Potturinn endaði svo á þægilegasta hárþvotti sem ég hef nokkru sinni fengið enda kannski eingin voða undrun þar sem mér hefur ekki verið þvegið svona um hárið síðan ég var lítil og tókst alltaf að fá sápuna í augun, en ég og Árún vorum svo slakar og aflappaðar eftir þessa rokna lífsreynslu að við eiginlega meikuðum ekkert meira en að fara inn, í föt, fá hárið okkar greitt og klifra svo upp í voða þægilegt stórt rúm þar sem Ragna fór í heljarinnar mótmælaaðgerðir :) Reyndar voru skilmálar hennar samþykktir áður en til mótmælagöngunnar kom en hún hefði sko alveg treyst sér að halda ræðu um þetta málefni niðrá Austurvelli eftir að hafa þrammað niður Laugaveginn og Bankastræti! Förum ekkert nánar út í þetta samt. :)
Tókst engan veginn að sofna samt eftir að ég vaknaði eftir 5 mínútna kríu og var örugglega vakandi til svona 5.... Sem var kannski ekkert allt of gott því að ég var að fara í skólaferð á Hekluslóðir kl 9 frá Reykjavík og mjééén hvað ég var sybbin með versta "bad hairday" sem ég hef nokkru sinni séð þegar ég vaknaði, smá tilraun með að bleyta þann helming hársins sem stóð í 90° horni út frá hausnum á mér í þeirri hugsun um að líma hann niður aftur voru örugglega einhverjar draumfarir því að í staðinn stóð blautt hár út í loftið.
Ég náði að semja við kennarana um að fá að elta rútuna að Skeiðaafleggjara og hoppa þar inn og fara Þjórsárhring og kíkja á þokuna (Heklu) EFtir að hafa verið villt í þoku í svona 6 tíma komst ég aftur í trausta greyið sem var alveg ósofinn eftir að hafa verið lagt svona nálægt þjóðveginum í allri umferðinni.
Á laugardagskvöldið var Staffapartý á Höfðabrekku sem var í helli ekkert langt frá Hótelinu, Þar var Ingvar snillingur búinn að koma fyrir risastórri brennu innst í honum og þegar farið var að loga var hafist handa við að drekka vodka og bjór í boði okkar.
Held að Björgvin sé búinn að breyta matseðlinum eftir þessa ferð og að búið sé að henda út "reyktum laxi" og setja í staðinn "reykt starfsfólk" :)
Jón Hilmar kíkti og við fórum i árshátíð G & T (Gin og Tónik) fótboltaliðsins þar sem ragna missti minnið og verður að tala við einhvern annan um framvindu kvöldsins en við mig. Eitthvað rámar mig þó í það að hafa setið með Fúsa á barnum í kunnuglegri aðstöðu, hann með gítar og ég með möppu og að halda uppi stuði....
Þar sem það var farið svona illa með grey Trausta á laugardeginum ákvað ég að þvo honum vel og rækilega auk þess sem að það var settur í han nýr dagljósabúnaður :) og hann smurður...
Sunnudagurinn endaði með fylleríi niðrí bæ líka..... Blogga líklegast ekkert á næstu dögum enda held ég að það sé verið að senda mig inn á Vog.


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig