fimmtudagur, 2. september 2004

Viðburðarríkur dagur

Jæja, kl hálf 9 í gær var rögnu plantað inn í græna risarútu og ferðinni haldið austur fyrir heiði. Þegar 15 mínútur voru af ferðinni sofnaði hún samt og svaf alla leið, eða þangað til að rútan stoppaði við Sogið. Þar vorum við send í þolprófun enda vorum við látin skokka niður í jörðina 30 m beint niður ( var stigi sko) og látin skoða þar fullt af vatni og látin hlaupa svo aftur þessa 30 metra upp aftur, en 202 tröppur voru í hvorri ferð. Eftir þessa hressandi ferð kláruðu nemendur MH allt vatnið í vatnssjálfsalanum og svo var farið upp í græna ferlíkið aftur....
Brunað var í góða veðrinu að Þingvallavatni og það smakkað, Ragna reyndar sá einhversstaðar bláberjalyng og fór í spennandi smökkunarferð alein... Alltaf einhversstaðar fjær var að sjá stærra lyng með stærri og fleiri berjum og þegar hún hafði fundið eitt djúsí lyng settist hún niður og fór að tína bláber.... Eftir nokkurn tíma í smökkun leit Ragna upp og fattaði það að hún var aalein, það voru barasta allir nemendurnir farnir, ásamt kennurunum. Þarna var Ragna semsagt orðin týnd :))) En fínt er að týnast í skógi á íslandi því að eina ráðið til að finnast er að standa bara upp og í fjarska tókst mér að finna stóra græna risann og glitti líka í nemendur standandi í hnapp hliðina á honum.
Verkefnavinnan hélt áfram og var rennt í bæinn aftur um 4 leitið, allir saddir af berjum og sólbrúnir eftir daginn.

Ragna og Árún fóru í líka í ævintýraferð í gær. Vorum að flytja eitt stykki rúm (ekkert minna en 120 cm breitt! ) frá Grafarvogi niðrí Vesturbæ sem tókst alveg helvíti vel svona ef mið er tekið af aðstæðum :))))

Dagurinn var svo toppaður um kvöldið þar sem ég bauð Sveppa, Svenna, Atla og Árúnu í Rögnupizzu og mættu þeir með alveg frábæran eftirrétt! ameríkanst ávaxtasalat sem við átum eftir smá pásu eftir að pizzan hafði verið étin mestöll.....
Trivial Pursuit genius útgáfan var sett í prufukeyrslu með stelpum á móti strákum og hvað haldiði!!! Ragna og Árún, unnu Sveppa, Atla og Svenna og notuðum við öll tiltæk ráð til þess :)

Ég og Sveppi fengum nokkra til að fara með okkur og gera okkar uppáhaldshlut. að gefa brabra :) Þær voru nú flest allar sofandi en við gáfum samt þessum 4 heilt samlokubrauð og eru þær hafa örugglega Sokkið undir morgun af ofáti :)
Til að fara nú alls ekki snemma að sofa var farið í pool líka undir miðnótt og svo haldið heim..



SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig