fimmtudagur, 16. september 2004

Allt GOTT að frétta..

Í gær var haldið feiknarinnar snúðapartý!! Svenni, Orri, Kiddi, Sveppi, Árún, Bjöggi og Ellý mættu og svæðið og þeim tókst EKKI að klára alla snúðana :) (enda kannski til snúðar úr 2 kg af hveiti) Voru þeir að sögn þeirra alveg rooosa góðir og þarf ég víst ekki að hafa áhyggjur af því að þeir klárist ekki áður en þeir verða orðnir gamlir og harðir...
Það kom samt smá babb í bátinn sem truflaði snúðagerð ansi mikið :)))
Það var hringt í símann minn og þar var ungur maður sem spurði mig hvort að ég væri ekki að hlusta á KISS FM, ha, nei, ég var að baka. Þá fékk ég að vita það að ég hefði um 400 sek til að hringja inn á útvarpsstöðina. Ég vissi eiginlega ekki hvað var í gangi og hélt eiginlega hálft í hvoru að það væri einhver að steypa í mér. En samt einhvernveginn með hjartað farið að slá aukaslög tókst mér að hringja inn á þessum tíma og þar svaraði alveg skelfing hress strákur sem sagði mér (skelfing stressuðu stelpuna) að ég væri kannski að fara á MOBO Awards þann 30. sept..
Málið var þannig að ég skrifaði niður eitthvað númer þegar ég var að hlusta á kiss fm og hringdi í það á leiðinni austur síðustu helgi og kom með einhverjar helvíti góðar staðreyndir af hverju ég ætti skilið að fara með þeim út...
Svo þarna var búið að velja mig og nú var kominn tími til að ÉG myndi velja eitt umslag af 3 sem voru númer 8,9, eða 5 og í einu var MASTERCARD vinningur, í einu vinningur frá SíMANUM og í einu FLUGMIÐI TIL LONDON OG HÓTELGISTING ÞAR ÁSAMT MIÐA Á MOBO AWARDS!
Shit hvað ég vissi ekkert hvað ég átti að velja. Sagði nú samt á endanum 9... svona af því að ég á afmæli 19. (hehe, góð röksemdarfærsla...)
En allavegna svo lét strákrinn mig segja eftir sér.... Ég..... (og ég sagði ég.) er..... (og ég sagði er) að fara á MOBO awards ( og ég sagði neheiiiii)
Smá samantekt...
Ég var að vinna ferð með KISS fm sem er að bjóða mér og 15 öðrum á þessa risa verðlaunahátíð þann 30. sept. Veit samt ekkert alveg hvernig þetta gengur fyrir sig, en það á að hringja í mig núna einhverntíman í bráðina..

check this out Kissfm.is
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig