þriðjudagur, 14. september 2004

jakks

Hvað er þetta með að láta mann læra heima allan daginn....
Ekki nóg með að vera að lesa milljón trilljón skáldsögur út alla vikuna heldur þá er allt í einu komið að íslenskuprófum og stærðfræðikönnunum... jimundur minn..
Er núna frá og með áðan komin í frí frá lærdómi þangað til á aðfaranótt miðvikudags enda eru augun gersamlega floppuð úr augnatóftunum.

Hvernig líst ykkur svo á dönsku síðuna mína ?? :)
Var að komast að því áðan að Ragna.is er laust... commentið núna, á ég að kaupa lénið ??? :)

Það er að koma meira og meira haust með hverjum deginum svo að nú er kominn sá tími sem maður á að fela sandalana og pilsin, henda rakvélunum og búa sig undir kaldan, langan vetur. Það eina sem ég hlakka til í sambandi við hann er að ef ég myndi komast á fjöll svona einu sinni til tvisvar þó svo að ég myndi nú láta skíðin vera, er ekki öll von úti með snjóbretti en skautar, nei takk. búin með kvótann.... mikið öruggara að vera á gúmmístígvélunum þar ... :)

Er bara ekkert frá því að skella mér austur til Víkur á föstudaginn og gera þetta vanalega. Nema kannski að ég drekki bara annað kvöldið, er búin að taka aaaaansi stíft á því núna upp á síðkastið! Svo einhverntíman fyrir áramót skal ég lofa ykkur að ég ætla að halda edrúhelgi heilaga. Ég get svo svarið það, ég er ekkert svona mikil fyllibytta... þetta er bara félagsskapurinn *ehemmmm* *afsökun*

Veit ekki hvað ég á að segja af mér í fréttum, Trausti litli er að verða svoldið pirraður eins og eigandinn á þessum vinnuköllum sem eru alltaf á bílastæðinu hans og eru með uppsteyt, var nú ekkert lítið ánægð ímorgun að vakna ekki við höggborinn sem hefur lamið mig á fætur síðustu daga en þegar ég kom heim til að fara að læra undir próf voru þeir mættir með stóreflis sög og ætla að saga stórt gat niður til kína, allavegana hlýtur það að vera miðað við aðfarir.

C YA !
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig