miðvikudagur, 8. september 2004

Glimrandi stemming

Fékk að crasha upp á lofti sjaSvenna í gær til að læra því að það er alveg brjáluð grafa fyrir utan heima sem er að brjóta í sundur einhvern klett eða eitthvað og maður hristist í bókstaflegri merkingu út úr rúminu!! bamm bamm bamm bamm bamm.... AAARGGGG maður missir vitið og alls enginn séns að maður geti lært eitthvað. Reyndar gat ég ekki lesið mikið því að ég steinsofnaði í barnabláa sófanum og rankaði við mér að krókna úr kulda og vissi ekkert hvar ég var.
En anyway. Árún kom líka upp í x-lausnir og ég stal henni heim og gaf henni spakk og hagettí.. mmm heimilismatur, maður getur eiginlega fengið ógeð á skyndibita! (ég trúi ekki að ég hafi sagt þetta! en jæja)
Hinn nýklippti Svenni mætti svo um kvöldið og Jarðaber með súkkulaði voru etin ásamt því sem hann tók okkur.... í spil :)
Eftir þetta spil má segja að allt hafi farið úr böndunum og þegar ég setti á árúnu eitthvert body gel með glimmeri þá setti hún það á Svenna og svo koll af kolli þangað til að við Árún vorum búnar að spreyja á svenna með glimmerSPREYI, (og það ekkert lítið) og hann búinn að gleypa eitt stykki lykil (viljandi). Já, hver gleypir lykil?????????? Jú það gerir Svenni þegar hann verður illur og lokar sængina mína inni í ferðatösku og læsir henni. Eftir tilraunir til að opna töskuna með hárspennum og ekkert tókst var saminn friður og upp um komst að hann hafi ekkert gleypt andskotans lykilinn og var líka með einn auka!! Helvítið :)
Svenni semsagt fór heim alveg glimrandi fínn hugsandi það hvernig það verði að mæta í vinnuna að hjálpa einhverjum Hraðbrautarkrökkum, ALLUR ÚT Í GLIMMERI! hehe,
Árún og ég vorum nú samt ekkert miikið betur farnar og varð ég að skipta um á rúminu þar sem hálfur glimmerbrúsi var þar.
En, samt sem áður skemmtilegt kvöld :)
hehe
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig