sunnudagur, 26. október 2003

Vá hvað það er langt síðan að ég hef skrifað!!! sorry :) ég er eiginlega búin að vera hér og þar alla vikuna.... ég kom náttla ekki í bæinn fyrr en á þriðjudagsmorguninn þar sem að ég var í fríi á mánudeginum og átti ekki að byrja í skólanum fyrr en kl 14,10 á þriðjudeginum.... Tók ömmu og Tímon greyið með mér... Svo var það náttla vinna á þriðjudagskvöldið og vann einnig á miðvikudagskvöldið það sem að ég var að vinna af mér fríið á mánudeginum. á Fimmtudaginn........ humm já!!! gerði gott GR'IN!! hjehje!!! Arnar Páll er samt ekki ennþá farinn að tala við mig.
Það sem ég og Árún gerðum svona hrikalegt var nú samt voða fyndið á köflum.... Elva Dögg, Arnar Páll og Sonja fóru út í sjoppu að kaupa sér ís og eitthvað að éta og á meðan ætluðum við Árún barasta að bíða heima hjá þeim í Regnbogalandi þar sem við keyptum okkur bragðarefi eftir ljósatímann... AUÐVITAÐ gátum við nú ekki farið að sitja þarna aðgerðarlausar og tókum því höndum saman og settum Cheerios í rúmin hjá Sonju og Arnari, pipar í tannkremið, pipar í eplasafafernuna og svo Cheerios í íþróttaskóna hans Arnars. Rúm Cheeriosið fattaðist strax og svo þegar ég kom aftur til þeirra seinna um kveldið þegar ég var búin að skutla Árúnu uppí Grafarvog þá horfði ég upp á það þegar arnar páll og elva voru að fara að éta tannkremið! en..... Þau föttuðu það :( Ég endaði á að fá það allt á mig og upp í augað... ekkert voða gott það :) í skólanum á föstudeginum talaði Arnar ekkert við mig. Ég komst síðar meir að því að hann hafði drukkið eplasafann um morguninn! :) hehe Hann hlýtur að vera búinn að skoða íþróttaskóna sína núna......
HEYRIÐI... Helgin var helvíti fín! fór með Sunnu og Gullu í Sumarbústað rétt hjá Borgarnesi og þar voru fyrir Arnar Már, Binni, Dabbi, Stebbi og Pálmi...
Að íslendinga sið þá vorum við í heita pottinum að miklu leiti og skemmtum okkur konunglega..... Þegar við komum á flöskudaginn seint og síðar meir en það leið ekki á löngu þangað til að 2 voru dauðir og 3 gúbbuðu... Engin nöfn koma fram. Á laugardeginum þá fattaðist það að það voru víst til fullt af auka sængum og þess vegna verið alger óþarfi að 2 þurftu að sofa "saman" í einum.... :) Það var brunað á Borgarnes til að næra sig (strákarnir) og ég, Gulla og Sunna ákváðum að vera lengur... Eklki fara heim á laugardeginum eins og til stóð.... Þurftum því að kaupa okkur mat á grillið og aðrar nauðsynjavörur....:) Þegar heim var komið og allir komnir með bjór var farið í pottinn..... Siðan um 6 leitið var grillið hitað og öll kynstrin af mat elduð... mmmm. Dabbi grillmeistari var samt eitthvað óþolinmóður á að bíða við grillið í seinna grillhollinu og kom inn með kolamola sem voru hráir! :) merkilegur áfangi þetta :).... Þegar búið var að stafla óhreinatauinu í vaskinn var farið í drykkjuleik og endaði með því að ég var orðin svona líka helvíti blind full!!!! og klukkan ekki orðin 8. Ekki sniðugt að fara sem eina stelpan í drykkjuleik með 4 strákum! :( Svo var stefnan tekin. já hvert haldiði.... audda út í pott!!! Þarf var farið í drykkjuleiki sem gerði okkur svo upptekin að einhverjir héldust í 3 og hálfan tíma... ehemmmm. :/
SVo..... var það bara stífari drykkja framundan. Gulla og Sunna ákváðu samt að stynga okkur af á tímabili og fara í einhvern annan sumarbústað í partý svo á meðan var ég bara að skoða séð og heyrt, spila í Playstation og glamra á gítarinn því að strákarnir.... eeee... þeir voru í spili..... frekar dónalegum hæ gosa ..... (engin orð ná yfir lýsingar) :) hehe
Sunnudagurinn var þunnurdagur en enginn hafði samt drepist á laugardeginum þó svo að einn hafi nú gúbbað..... og.... Við entumst til 6 á laugardeginum en bara til 4 á föstudeginum.... vorum komin í æfingu semsagt! :) Seint og síðar meir eftir eina DVD mynd og mikið geysp og japl lögðum við af stað heim á leið og ofur pusjó! :) ekkert skemmtilegt veður á leiðinni. Ekta íslenskt. Lárétt rigning og rok!
ÉG var komin heim um hálf átta eða svo og átti bara frekar rólegt kveld..... átti það alveg inni. Mikið hefði þó verið gott að fá sér einn bjór svona til að rétta sig af.... :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig