mánudagur, 6. október 2003

Jæja hér kemur ferðasaganVar búin í skólanum kl tíu mínútur yfir 12 og plataði þá Arnar Pál til þess að koma með mér og hjálpa mér aaaðeins með að velja mér gönguskó fyrir fjallaferðina þar sem að ég sá fyrir mér að ég gæti ekki stolið gönguskóm af öðrum í fjölskyldunni eins og ég geri vanalega þar sem þau ætluðu öll að fara með :( Fórum því í Útilíf og síðan í Everest en hún Ragna gat nú ekki sætt sig við úrvalið sem var að finna þarna og ákvað því að ADIDAS skór væru örugglega alveg jafn góðir og einhverjir skór sem búið væri að skeyta einhverju göngu- framan við og ég taldi líka að maður myndi sko ekkert frekar blotna í fæturnar í ADIDAS skónum, ef maður væri í poka innan í þeim þar að segja :) Sótti síðan Þráinn og Hauk og það var brunað af stað í Víkina með stoppi á selfossi til þess að sækja einhverja fötu af kartöflusalati fyrir Ívu og smalamenn og svo auðvitað á KFC því að við vorum mjöööög svöng. Einhvernveginn finnst mér að Haukur og Þráinn hafi talað um Bíla ALLA leið!!!
Þegar í víkina var komið fór ég að reyna að þefa uppi einsa og fann bílinn hans, og að vanda... var ekki langt í hann. EFtir smá raus og þónokkurn tíma tókst mér að fá það upp úr honum að ég ætti að vera tilbúin kl 6!! BARA 2 TÍMAR TIL UNDIRBÚNINGS!!! úff!
hehe. bara grín, var nú alveg tilbúin þar sem að ég gerði bara ráð fyrir að mútter myndi bjarga mér í nestismálunum þar sem hún og famílían var víst öll að fara líka.
Pabbi hélt nú ekki!!! að ég myndi sko nesta mig sjálf þar sem að ég myndi ekki vera með þeim í bíl og reglan væri sú að hver myndi nesta sinn bíl :) En okkur samdist um þetta síðan, eða réttara sagt mér og mömmu :) ég þyrfti ekki að fara út í búð og kaupa nesti. svo var hún líka búin að baka alveg helling og ég skal balasta segja ykkur það að það er alveg hægt að setja heila fermingarveislu niðrí kassa :) hehe henni tókst það allavegana :)
um 7 var lagt af stað og keyrt framhjá hellu (ég keyrði semsagt til víkur til þess að keyra til baka :( ) og farið upp hjá Landvegamótum. Þar inn á Sprengisandsleið en áður höfðum við hitt hina í ferðinni sem komu úr bænum í Hrauneyjum.

Þeir sem fóru með

Einsi (bíll) með: Ragna Björg, Siggi Gýmir og Guðrún María (einhleypingabíllinn)
Elli (bíll) með: Vilborg (keyrði þó mestan hlutann) og Jósi
Oddi (bíll) með: Sigurborg
Gaui (bíll) með: Sæunn
Ingvar (bíll) með: Carina og Guðni
Sæli (bíll) með: Bryndís og Þráinn

Við villtumst eitthvað aðeins. NEI afsakið, viltumst ekki :) einsi sagði að við værum sko bara ekki týnd. bara fyndum ekki veginn :)
Rötuðum inn í Nýjadal eftir aðeins lengri tíma heldur en áætlað var en það var nú bara af því að Einsi fór á jólagjöfinni með tilheyrandi mengunarskýi fram hjá skilti sem á stóð Sprengisandsleið :) bíddu, vorum við ekki að fara þangað? :) Ég og Guðrún vorum svo eitthvað grimmar við strákana svo að þeir fóru í þagnarbindindi.... LENGI!!! Stein þögðu alveg, en voru samt alveg drepfyndnir, látbragðsleikurinn alveg ótrúlegur! Skriðum svo í kofann í skítakulda í frosti, snjómuggu, og myrkri. Við sváfum uppi á lofti þar sem enginn hiti var en pabbi var með gashitara (lítinn þó) sem við létum ganga alla nóttina svo að við myndum ekki drepast alveg úr kulda. Hálf vorkenndi Guðna þó, hann var með sæng! brrrrr.og ég væri ekki hissa á því að hann sé ekki ennþá búinn að ná upp eðlilegum andlitslit.
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig