miðvikudagur, 1. október 2003

jæja búin að laga þetta stafarugl sem var í blogginu hér fyrir neðan......... djöfull er þetta leiðinlegt maður. en þið þurfið að afsaka einhvert rugl sem gæti leynst þarna líka....
ákvað að hafa bara rólegt kvöld í kvöld..... videókvöld hjá jóni í gær eftir vinnu og ætla að reyna að hanga inni í kvöld og ekki gera neitt af mér, annars var þorbjörg að spyrja hvort ég kæmi með henni í bíó... var voða grimm og sagði nei. enda þarf ég aðeins að spara eftir þessa hringferð því að hún var ekkert inní fjárhagsplaninu fyrir þennan veturinn. eldaði fyrir hann bróður minn áðan... svo að hann svelti nú ekki heilu hungri eða fái ógeð af eldbökuðum ömmupizzum :)

mar er svona grimmur! :)

en jæja... ætla að fara að horfa á videó. myndina sem við horfðum ekki á í gær.. held samt að það sé ekki voða voða góð hugmynd nema að hafa einhvern til að halda í hendina á. er einhver hryllingsmynd sem gaurinn í videoleigunni mælti með. Reyndar ekki með texta og er frá 1981. Heitir Rosmary's baby.....
Horfði á people under the stairs í gær.... hún er frá 1991 og ég og jón vorum alveg sammála um það að þetta væri besta, versta mynd sem við höfðum séð, lengi, að minnsta kosti. :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig