mánudagur, 20. október 2003

Hljómsveitaræfingin gekk vel og við æfðum stíft ný lög. Tókum Born to be wild.... hver er það ekki? :) EFtir fremur stutta æfingu fór ég heim til að græja mig fyrir djammið! Hitti í millitíðinni Gullu á msn og hún vissi nú bara ekkert um neitt djamm! sagðist ekki vera með neitt málningardót eða neitt. ég sagðist nú muna bjarga því! hún kæmi bara og ég myndi mála hana. Hildur drógst inn í þetta allt líka og hún mætti um svipað leiti og Gulla hingað heim og við fórum strax í stífa upphitun fyrir jamm kvöldsins. Eftir mikla málun og plokkun á Gullu og bjórinn var vel frosinn við hendurnar á okkur var ákveðið að skella honum í sig og dríííífa sig á pöbbinn! löbbuðum þangað fáklæddar samkvæmt nýjustu tísku og ég get svarið það. Aldrei verið jafn langt að labba á Halldórskaffi. Fyrstu mínúturnar mínar á kaffihúsinu áttu sér stað utandyra þar sem að síminn minn hringdi látlaust og ekki fræðilegur að tala í hann innandyra. um 1 leitið var allt orðið pakkað. Fullt af gömlum Laugvetningum mættir og engin sæti. stóðu um 30 manns. Hver haldiði svo að hafi birst í dyrunum. Nú bara Atli Þór, Sissi, Svenni og Gulli! á dauða mínum átti ég sko von en..... Engu að síður mjög gaman að sjá þá! Þegar allt havaríið var búið á barnum var farið að finna eftirpartý.... Fyrst hjá Guðrúnu, svo upp í Norður Vík svo aftur hjá Guðrúnu.... Svo heim.... :) mjög fínt kvöld eftir allt og skemmti mér þvílíkt vel.
Svefninn var ekki langur á sunnudeginum.... kl 12 var ég spurð hvort ég kæmi með í Hellaskoðun. Var það nú einhver spurning hvernig ég myndi svara þeirri spurningu? auðvitað larfaðist ég á fætur og var mjög ánægð með að hafa tekið hausljósið með mér sem ég keypti dýrum dómi fyrr í haust. Keyrt var af stað austur og hellarnir fundnir. þeir eru bara tiltölulega ný fundnir, eru rétt fyrir innan Miklafell. :) fyrir þá sem vita hvar það er.... í Eldhrauninu. ekkert SMÁ flottir maður!!! vá!!! Verst er að það á víst að vera einhver riiiisssa stór þarna sem maður á að geta labba heavy langt í... en við fundum hann ekki. Þannig að næsta mission er að safna liði og fara og finna þann stóra. Vil ég biðja áhugasama um að skrá sig hér fyrir neðan (comment) Þar sem hellarnir liggja við útfall á vatni og ef mikið er í þvi þá eiga þeir til að fillast að hluta til af vatni.... svo að vanda verður daginn til farar... verst að það er að koma vetur :(
anyway. Síðasti dagur vetrarfrísins er í dag. Búhú! Helga Guðný ætlar að vinna fyrir mig í kvöld svo að ég þarf ekki að fara í bæinn fyrr en í fyrramálið . Takk Helga... jæja. ætli það sé ekki best að reyna að halda áfram að læra allt þetta sem maður ætlaði að eyða allri helginni í.... uhumm :) fór nú ekki alveg þannig... :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig