föstudagur, 17. október 2003

Ég ætla nú að byrja að segja frá miðvikudeginum..... Fór með Jóni út að borða á Subway og hittum þar Binna og Ragnar Smára.... Fórum svo upp í Árbæ til Bjarka, vin hans Jóns því að Jón ætlar að fá hjá honum diskabremsur á hjólið..... svo ætluðum við að fara í heimsókn í Grafarvoginn til Stefnis og Árúnar... :) En það breyttist eitthvað því að Bjarki og Jón ákváðu að fara á eitthvað sem ég veit ekkert hvað heitir. Allavegana liggur á bakinu a þessu og strýrir með löppunum og rennir þér niður brekkur.... Anyway. svo að ég fór bara til Stefnis og Árúnar og skildi hann bara eftir! Við vorum barasta eitthvað að horfa á TVið þegar allt í einu ryðjast inn Svava, Elva Dögg, Sonja, Arnar og Gulli og tilkynntu okkur það að það væri geggjað veður og við værum að fara út!!! :) létum náttla til leiðast og röltum út en smá misskilningur varð til þess að Stefnir, svava og elva fóru eitthvert niður götuna með kúst meðferðis á meðan við fórum á körfuboltavöllinn að bulla og leika okkur og fórum meðal annars í asna :) langt síðan að maður hefur gert það!!! Svo héldum við að þau hin hefðu bara farið út á Geldingarnes (eyja þarna fyrir neðan eða eitthvað sollis) svo að við fórum þangað. ég, Siggi Vals, Sonja og Árún. (þarna var Jón kominn til okkar svo að hann varð eftir með Gulla gifs Þar sem að hann gat ekkert labbað!!! Datt á þessu bretti þarna, beint á prófílinn, með rassinn og er eitthvað mjööööög aumur í rófubeininu! :) labbar eins og honum hefur verið riðið í þurrt rassgatið í 2 daga!!! :) ) Já við röltum semsagt niðrettir í halarófu og hunsuðum flest alla göngustíga, fórum frekar á milli garða og yfir torffærur í myrkrinu svona til að misstíga okkur örugglega, enda tókst það á endanum. Svo þegar við fundum eyjuna tókum við bara stímið á hana þangað til að við komum að barði sem við ætluðum bara að stökkva niður, Siggi gerði sig tilbúinn og arnar var alveg við það að stökkva þá leit Siggi á Arnar og þeir fóru að skoða þetta aðeins betur, það sem leit út fyrir a vera 1 meter var síðan þegar að var gáð 3+ metrar og niðri vatnslæni. :) hefði EKKI verið gott hefðu þeir látið vaða!!!! Fórum því og fundum veginn :( Við áttum alveg von á því að finna krakkana með kústinn þarna en þau höfðu farið einhvert annað greinilega. Þegar við vorum að fara til baka af eyjunni þá fannst okkur við heyra einhver kunnugleg hljóð sem áttu heima í Elvu Dögg :) Sonja hljóp því af stað á móti þeim og þarna voru þau, með kústinn! Fórum svo að skoða eitthvað skipsflak þarna en við megum ekki gleyma. við tókum dansinn þarna!!! : ) Hókí Pókí með öllum hreyfingum og háum söng! :) Stóðum semsagt á einhverri eyju um hánótt eftir 12 í svarta myrkri og dönsuðum Hókí Pókí! svona á lífið að vera!!! Þegar við fórum til baka splittuðumst við aftur en núna í 3 hópa og röltum heim. Ég skutlaði Jóni Rassbrotna heim til mín því að bíllinn minn var þar og Elva og Gulli skutluðu hinum heim í Regnbogaland. Mér finnst nú skammarlegt af honum Gulla að bjóða ekki Svövu að gista uppí hjá sér. Hann sagði mér síðan bara að hún hefði bara átt að fatta það að hann hefði ætlað að gera það :) hehe, karlmenn! Þetta var dagur í lagi! :)

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig