föstudagur, 10. október 2003

ehhh.... við eiginlega skiluðum Púmba og eigum því bara einn dverghamstur núna.... :( það er víst ekkert voða auðvelt að eiga 2 sem láta sér lynda og drepa ekki hvorn annan :)
Ég er komin í víkina í fullu fjöri og nú skal sko gera við Trausta! og ekki veitir af. Hann er kominn með andateppu, slitgigt, vantar í hann tennur og taugaboðin eitthvað að gefa sig. Við ætlum semsagt að kíkja á hvað er að angra vélina svo að hann fari nú að ganga venjulega eins og hver annar bíll, setja gírstangarþéttingar svo að gírstöngin hætti að glamra svona, bæta í hann 5. gírnum og skipta um kúplingu :)
Þetta er dagskrá morgundagsins sem gæti, ef eitthvað óvænt kemur upp á dregist eitthvað fram á sunnudag.
Í gær komu Svava og Elva í bæinn og við fórum 3 arkandi í Laugardalinn þar sem Arnar var að vinna eitthvað vísindarlegt verkefni í líffræði í húsdýragarðinum. Eitthvað í sambandi við goggunarröð refa eða eitthvað og þau voru að gefa refunum....
Loksins þegar við fundum húsdýragarðinn þá var hann audda lokaður svo að við smygluðum okkur inn á röngum forsendum... hehe. uhumm! eða þannig, sögðumst bara vera komnar til að vinna í verkefninu og okkur var hleypt inn. :) V.I.P sko :p Eftir gjöfina þá fórum við upp í regnbogaland til að ákveða ætti að gera..... Sund var málið, svona til að reyna að veikja Arnar alveg, ef hann var nú ekki þegar orðinn veikur, urðum að hafa þetta a hreinu sko! :) brunuðum því í Gravarvogslaugina og hlupum margar, margar ferðir upp stigann í rennibrautina.... og svo audda fljótustu leið niður. Arnari og Sonju datt í hug að klifra hana upp og gerðu það. Svo seinna þá hljóp Arnar aftur af stað upp brautina og kallaði í okkur að koma líka. þá var skrúfað fyrir vatnið og þá hélt hann bara áfram að kalla á okkur! :) heyriði haldiði ekki bara að það komi einhver alger helvítis beygla, POTTÞÉTT á breytingarskeiðinu og fari bara að rífast og skammast!!!!! á meðan hélt arnar áfram að kalla í okkur :) hehe, hann náttla vissi ekkert af beyglunni! Hún sagði eins frekjulega og dónalega og HÆGT var! þessi maður fer upp úr!!! Ég var nú ekki alveg á þeim buxunum að hann yrði rekinn upp úr án viðvörunar og þá sagði hún að þegar FULLORÐNIR eigi í hlut þá sé engin viðvörun!!! jæja góða, afhverju ert þú þá að rífast og skammast í okkur eins og við séum einhver BÖRN!!! halló, við erum nú fullorðið fólk ég veit það og það þarf ekkert annað en að koma labbandi og segja "heyriði... það er bannað að gera svona!" bara vinalega! :) svona án gríns! bara að bulla í fólki getur gert allt svo miklu betra.Endar allavegana ekki á því að snúa öllum á móti sér!
:)
Það veit það náttla hver maður að ef maður situr inn á bar og allt í einu kemur einhver maður og fer að sammast og sveia yfir að allir sitji ennþá inni og hann eigi eftir að loka og blablabla, jú fólkið fer kannski út... segi það ekki en það er fúlt. Er maður ekki mikið skemmtilegra ef maðurinn færi bara skemmtilegu leiðina að þessu, kæmi fram, myndi spjalla við fólkið og svo segja í bulli/alvöru að þau þurfi nú bráðum að fara að drífa sig því að fara því að hann vilji nú bara bráðum fara að sofa.! trúið mér þetta virkar, hef prufað þetta þegar ég er að vinna ;) Einsi tók mig í kennslu við þetta og þetta er ekkert mál! en þessi kelling! jæja, við hefðum auðvitað hætt þessu... skammast okkar smá og farið í heitu pottana en í staðinn enduðum við bálreið, sár yfir að arnar þyrfti að fara upp úr og skömmuðumst okkar smá! Alls ekki rétta leiðin. Við ákvaðum að koma ekki þangað aftur í bráð! sorry Grafarvogur missið kúnna út af svona rugli, og við sem komum keyrandi lengst niður úr bæ til þess að koma í heimsókn. Var samt helvíti góð setningin sem Arnar kom með þegar beyglan stóð yfir honum og sagði með skyrpingum og látum að hann færi upp úr!!! "been there, done that" og labbaði aftur í klefann. jæja nóg með það
´fórum svo á Stælinn og átum sveittann Hammara! eða einhverjir af okkur og svo var það eftirmatur á ís-café...
Svava gisti heima og við vorum ekkert að sofna. Klukkan hennar hringdi fyrir kl 7 og ég ætlaði að keyra hana til Elvu og Arnars en þau ákváðu bæði að skrópa svo að hún varð náttla að skrópa líka þar sem hún komst þá ekkert á Selfoss... Við fórum því barasta á rúntinn eld snemma í morgun, og enduðum hjá Stefni, ruglaðar og fínar! :)
HEY!! ég fór út á flugvöll í dag að sækja Alta Má Þórshafnar-nýbúa :) Og hef komist að því að hann er SKÍT hræddur við Tímon!!! þá meina ég skít hræddur, hann er NÆSTUM eins og ég þegar ég sé kónguló þegar ég nálgast hann með Tímon í lófanum :) hehe. gaman af því
Það er Afmæli hjá Málfríði í kvöld. kíki víst þangað og Svo er Ingvar, gamli söngvarinn í Pöpunum að performa á Kaffihúsinu í kvöld. Þangað mæti ég sko!! Var eitthvað að pumpa Jón og Þorberg í að koma... sjáum til með það :)
en nóg með það. Bjórinn bíður í ísskápnum....
mmmm
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig