fimmtudagur, 2. október 2003

Jæja. komin heim úr skólanum.... 11 tíma skóladagur. frá 8 til hálf 8. búin að elda þvílíkt voða fínan kínverskan mat. HEILA veislu, nautakjöt, núðlur, djúpsteiktar rækjur, súrsæta sósu, hrísgrjón, vorrúllur og allt þetta frá grunni!!!! :) hel magnað!! eins og frá nings :) nema bara home made. gerði þetta allt í hússstjórn. Djöfulsins snilld er það.... ! :) kom svo með afgangana heim til þráins.....
Arnar Páll á einhverntíman eftir að drepa mig í þessari skólaleikfimi! það er bókað mál..... Hann er ekkert smá ofvirkur.. Allir voða fegnir að vera búnir að fara í öll tækin í world class og getað skilað inn blaðinu aftur og farið að teygja. en nei. þá dregur hann mann í skokk í 5 mínútur. crazy mar. Svo sitjum við alltaf uppi með harðsperrur dauðans næstu 2-3 daga þar sem við erum alltaf að etja til að lyfta þyngra! :) samt gaman af þessu. Er að fara austur a morgun. jibbi! er að fara í fjallaferð á morgun! meira Jibbí!!!! fer í bíl með einsa og guðrúnu maríu en ég veit ekki hvort það verði einhverir fleiri í þeim bíl. Mamma og pabbi fara reyndar líka og auðvitað Þráinn með þeim en Einsi taldi sig nú vita það að ég yrði alveg brjál ef hann myndi síðan gera ráð fyrir að ég myndi þá fara með þeim. Ég myndi sko fara með honum! :) enda þvílíkt stuð alltaf í ofur-cruiser :)

Þarf víst að stoppa á selfossi víst og ná í eitthvað kartöflusalat! :) Grétar hringdi áðan og spurði hvort að ég myndi ekki kippa því með fyrir einhverja kalla. Held að þeir séu að fara að smala eða eitthvað.... ekki alveg viss þó...

En.... ´
ég anga eins og djúpsteiktar rækjur! jakk. farin í sturtu.. kem eftir helgi með ferðasöguna úr nýjadal og hveravöllum....
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig