laugardagur, 11. október 2003

Heyriði...
ég var ekkert búin að mynnast á nýju klippinguna. Þið eigið örugglega eftir að taka eftir henni þegar þið sjáið mig næst... nema þá að það verði langt í það... Fór í klippingu eftir leikfimi á fimmtudaginn og það var eiginlega bara allt tekið af ! :) er hálfgerður strákhnokki núna. En tilbreytingar eru alltaf fínar svo að ég er búin að prufa þetta núna.
Það var ekkert smá gaman á kaffihúsinu í gær maður!!! Ingvar fyrrverandi Papasöngvari átti staðinn gjörsamlega og ég skemmti mér mjög vel. Byrjaði bara að drekka á rúntinum og fór svo til Guðrúnar þegar hún var búin að vinna kl 12 og við fórum svo saman niðrá kaffi, Enduðum svo í Partý heima hjá Ívari (sem var svo ekkert heima) en stoppuðum stutt við þar, fórum bara fljótlega heim enda vorum við bara 2 og kallarnir farnir að horfa á klámstöð! :p
Í dag er ég búin að vera að skrúfa bolta! :) aðallega úr samt... og veit svo ekkert hver á að fara hvar. Það er greinilega alveg ástæða fyrir því af hverju ég er ekki bifvélavirki, en þetta er bara nokkuð gaman :) alveg að fíla mig í þessu, að EIGA að gera mig skítuga, eða allavegana vita það þá að ég komist alls ekkert hjá því svo að pempíuskapur er langt í frá að vera til! :) Það var víst planað að fara á ball á Heimalandi í kvöld en ég held að ég sé ekki í neinu skapi. Vil bara kúra upp í rúmi held ég. svo er mér líka svo kalt eftir Verkstæðið að beinin á mér eru undir 37° :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig