Annar Dagur ferðarinnar
Vöknuðum alveg voða snemma.... :) eða þannig, vöknuðum um 9 og þá voru Oddi og einhverjir sendir út í á sem var þarna rétt hjá til að ná í vatn þar sem vatnið í fötunni merktri "drykkjarvatn" var með músaskít í. jakk, Vatnið á hitabúsana var hitað og snæddur morgunverður. síðan var draslið borið út í bíl. Ég og Guðrún ætluðum að láta okkur hafa það að fara á þurr-kamarinn í stað þess að pissa úti eina ferðina enn en þegar inn var komið leist okkur ekkert í blikuna. Þvílík endemis skítafýa!!! Einhver myglaður að innan hefur verið þar á ferð! Eftir þessa fílubombu var frostbitinn rass helvíti betri kostur!
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)