miðvikudagur, 8. október 2003

Hvað heldurðu að ég og bróðir minn höfum gert um daginn. Strolluðum inn í dýraríkið og keyptum okkur 2 dverghamsta. með öllu tilheyrandi. Mamma kom í bæinn í gær til að skoða barnabörnin :) alveg yfir sig ástfangin :)
hér geturðu séð myndir af dverghömstrum en okkar eru samt miklu sætari.
Nöfnin voru aðeins að vefjast fyrir okkur en þetta eru 2 stelpur.... Mér fannst Póstur og Sími alveg hel fyndið en við féllumst samt ekki á það. Svo komu nöfnin. Tímón og Púmba :) já ég veit ég veit. þetta eru stelpur en nafnið hamstur er karlkynsorð og svo eru stelpurnar og strákarnir alveg eins í útliti fyrir utan eitt smáatriði ef vel er að gáð L:) En við lentum samt í smá veseni..... Tímón kúgaði Púmba svo mikið og þeir voru alltaf að slást að við þurftum að skipta út Tímón :(
Erum semsagt komin með Tímon II núna og við erum að fylgjast náið með því hvernig þeim semur núna.... Fengum hana bara áðan en hún hefur ekkert farið inn i húsið þar sem Púmba dvelur alltaf heldur stendur ein úti í´búri alveg að sofna greyið. Svo keypti mamma í dýrabúðinni í gær eins og sönn amma nammi handa þeim og auk þess bók um hamstra og þar stendur að þar megi ekki taka þá upp fyrsta daginn þeirra í nýju búri... svo að ég get ekki einu sinni tekið Tímon upp og sýnt honum húsið sitt :( en.... nóg um gæludýr. Sonja greyið sem er búin að vera fárveik og með óráði hérna í bænum virðist vera að skríða saman. Það er nú ekkert smá ástand á þessum systkinum. Annað veikt og hitt (Gulli) úlnliðsbrotinn og hefur ekkert að gera. En hann sagðist samt vera orðinn helvíti góður í tölvunni með vinstri höndinni. Arnar er ennþá símalaus eftir að hann týndi hinum. Djöfull er maður helvíti fatlaður þegar maður nær ekki í einhvern svona 1, 2 og 10!!! Vá! Elva og Svava ætla að koma á morgun og Rokka eitthvað :) Held að við séum að fara í sund og eitthvað. Vitiði bara hvað ég ætla ða gera um helgina?!!!!
ÉG SJÁLF ætla að setja nýja kúplingu og annan gírkassa(5 gíraí stað 4) í Trausta og skipta um olíu, en það kann ég nú sjálf nú þegar en pabbi ætlar að sýna mér þetta me kúplinguna og gírkassann. Svo vil ég ekki heyra múkk um það að konur eigi ekki að skipta sér af svona málum!!! hlusta ekki á það! Þið karlar megið alveg elda! þið bara viljið það allt of fáir! Kannski ég hendi bara vetrardekkjunum undir í leiðinni en það fer balasta eftir veðri og vindum....
Þangað til næst....
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig