föstudagur, 3. október 2003

ég er komin heim í heiðar dalinn ég er komin heim til að moka snjó.... :).... eða þannig. er að fara í fjallaferð! jibbí. ég er orðin alveg hel spennt. fór út í SG til einsa áðan og þar var hann siggi gýmir.... Djöfull er Siggi orðinn gamall. segist vera hættur við að fara með!! hættur við? hvað er nú það. Einsi svaraði honum því þá að það væri bara bannað að hætta við!! :) En þar sem siggi þykist vera voða gamall og þar af leiðandi mjög þrjóskur þá held ég að það sé ekki hægt að tjónka við hann frekar en við gamlan hest sem jaðrar við að vera steingervingur. :) hehe.

Hitti Gunnar þormar uppi í kaupfélagi. alltaf gaman að koma heim til víkur og ósjálfrátt verður búðin að miðdepli kjaftasagna... :) hjehje. Hann sagðist vera á biluðum bíl. blablabla. sko. svona afsakanir eru ekki teknar gildar!

Pabbi er uppfullur af því að það nesti hver sinn bíl og þar sem að ég sé með einsa í bíl þá fái ég víst ekkert af þeirra nesti þó svo að mamma sé búin að troða heilli fermingarveislu ofaní kassa og kælibox í tonnavís. Þið vitið hvað pallurinn á dodda er stór... já, hann er slatti stór, en hann er orðinn alveg hel fullur af mat og drasli. þessir foreldrar. Einnota grill, peli af vodka, kassi af bjór, kartöflusalat, pulsur og pulsubrauð. þetta væri nóg. svo myndi maður balasta setja bensín/olíu á bílinn, klæða sig í útifötin. henda svefnpokanum í aftursætið og svo standann! svona auðvelt er þetta nú allt! :) hitt er allt bara kannski til að komast í fílinginn. en hvað er nú það? er fílingurinn ekki bara kominn um leið og maður sér fyrsta fjallið? bíðið við... ég er ekki frá því að ég sjái reynisfjall hérna út um gluggann. sko þarna er hann... fílingurinn! jább... deffinetly kominn :)
Tryggvi víkurbúi hafði einhver orð um þetta blogg :) að það sé blótað svo helvíti mikið í þessu hjá mér að ég hlyti að vera eitthvað mikið ættuð úr tungunni.... man nú ekki eftir því. kannski að ytri-ásar séu farnir að hafa þessi áhrif á mig.... aldrei að vita... en man nú ekki eftir svona miklu bölvi þar.... þetta er bara í blóðinu, það veit hver sem hefur stigið inn á mitt heimili allavegana :)
jæja. þarf að skella mér í sturtu, raka lappirnar, plokka augabrúnirnar, mála mig og fara í fínu fötin fyrir ofur-cruiser. NOT!!!! Djöfull hlakka ég til að greiða mér ekki og ef ég greiði mér að vera svona þó nokkuð sama þó að ég sé með stórt hreiður í hausnum!
Farin.
bless og skemmtið ykkur vel þið þarna sem verðið í byggðum
baráttukveðjur af fjöllum.....
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig