fimmtudagur, 24. mars 2011

Pekanhnetu snúningur - geðveik uppskrift

Ég elska þegar ég uppgötva nýjar uppskriftir, nýtt bragð og nýja snilld!

Hér er uppskrift sem uppfyllir allt þetta



Ég hef sagt ykkur að ég skoða uppskriftir líklega á hverjum degi. Ég er með nokkrar síður í rss feedi í Safari og fylgist með þeim þannig og svo skoða ég www.tastespotting.com og www.foodgawker.com mjög reglulega

Þessa uppskrift fann ég á tastespotting í síðustu viku og gat ekki beðið með að prufa hana lengur en í 1 dag! Oftast er ég að deila með ykkur uppskriftum sem ég hef gert margoft en í þetta sinn var ég bara of spennt fyrir væntanlegri útkomu þegar ég var búin að skella þurrefnunum í skálina að ég stökk niður í bíl og sótti myndavélina til að taka skref-fyrir-skref myndir

Uppskriftin af sæta brauðdeiginu er eins og klassísk gersnúðauppskrift og nýtist alveg örugglega sem slík ef þið viljið.
Galdurinn er hins vegar fyllginin sem gerir útkomuna ekkert gersnúðalega, heldur er fyllingin samansett af púðursykri, hlynsýrópi og pekanhnetum..

Like it now???


og nú hefst fjörið! :

í skálinni hægra megin er mjólk og bráðið smjör sem var brætt saman í örbylgjunni. Setti svo semi-kalt vatn útí svo að blandan var volg... út í þetta henti ég gerinu og lét það do it's magic í 10 mínútur.
Eftir það hefur myndast froða ofan á blöndunni

í skálinni vinstra megin eru öll þurrefni. 

þegar gerið var uppleyst og freyðandi bætti ég þeirri blöndu + eggi útí hveitið og blandaði því aman með skeið þangað til ég gat farið að hnoða. 

og svona hnoðar maður ...




Deigið á að hnoða í 5-8 mínútur í höndum eða í hrærivél með deigkrók (bannað að svindla) og látið hefa sig í skál við stofuhita í 1 klst 

eftir 1 klst ef deigið er svo flatt útí 50x50 cm ferning 

ofaná ferninginn þarf að smyrja smá smjöri svo að allt festist við according to plan og ég gerði það satt að segja bara með höndunum. Það hefði kannski verið betra og hreinlegra að nota sleif en ég hafði bara ekki nokkra þolinmæði í það, þar sem ég þurfti að setja næsta galdur ofaná smjörið og gat ekki beðið...


hér má sjá pekanhnetur (mjög smátt saxaðar), púðursykur sykur og slatta af hlynsýrópi

dreyfið úr pekanhnetu blöndunni yfir ferninginn..


næst ætla ég að gera 1 og hálfa uppskrift af pekanhnetudraumnum.... 

rúllið upp eins og þið séuð að fara að gera snúða

skerið deigið langsum með beittum hníf

snúið helmingana saman

festið endana saman með því að klípa þá aðeins saman og myndið þ.a.l. hring.
Bakað á plötu í 30-40 mínútur

gullið skrímsli .... ekki deyja ...! 
hella hlynsýrópsglassúrinu yfir

ó mæ 

ekki bíða of lengi með að prufa góðgætið 

so soft, so tasty 

hvað get ég sagt?


Uppskrift 

deig:

1 bolli mjólk
55 gr smjör
1/4 bolli vatn
1 bréf ger

4-5 bollar hveiti (ég setti 4 og notaði svo þann 5. til nota til að að bæta útí deigið ef það vantaði hveiti, endaði á að nota ca 1/3 af 5. bollanum)
1/4 bolli sykur
1 tsk salt
1 egg 

Aðferð:
-Hitið mjólk og smjör í örbylgju þar til smjörið fer að bráðna aðeins. Ekki hita að suðu því þess þarf ekki.
Bætið vatni útí í því hitastigi sem þarf til að blandan verði volg, ekki köld og ekki það heit að gerið drepist. 
Hellið gerinu útí vökvann og bíðið í 10-15 mínútur eða þar til froða hefur myndast ofan á 
-Setjið þurrefnin í skál og bætið blautefnum útí + eggi. Hnoðið saman og notið 5. bollann af hveitinu til þess að ná fram réttri áferð á deiginu. Það á ekki að klístrast við hendurnar en þarf þó að vera frekar blautt og teygjanlegt.
-hnoðið í 5-8 mínútur með höndum eða í vél 
-látið hefast í klst við stofuhita
-Fletjið deigið út í 50x50 cm ferning 

ofan á deigið:

50 gr mjúkt smjör

1/2 bolli fínt saxaðar pekanhnetur
1/4 bolli sykur
1/4 bolli púðursykur
4 msk hlynsýróp 

Aðferð:
-Smyrjið mjúku smjöri ofan á deigferninginn og hellið pekanhnetu-sykursblöndunni yfir og dreyfið jafnt úr

Aðferð við að forma snúning + hring
-sjá myndir hér fyrir ofan

Eftir að þið eruð búin að búa til hringinn úr snúningnum látið þetta lyfta sér í 30 mínútur (p.s. ef þið nennið því engan veginn, sleppið því þá bara :) )

Bakstur:
í uppskriftinni sem ég notaði stóð að baka ætti þetta við 180°C í miðjum ofni í 35-40 mínútur.  Ég hins vegar hafði minn snúning aðeins inni í 30 mínútur svo ég ætla að segja ykkur að þetta eigi að vera inní ofni í 30-40 mínútur :) 

Glassúr:
1.5 bolli flórsykur
1/4 tsk vanillu extract
2 tsk hlynsýróp
+ vatn eftir þörfum til að ná réttri þykkt á glassúrinn

Aðferð:
-Hrært saman og hellt yfir heitan snúninginn þegar hann kemur úr ofninum

Fært yfir á disk (ok það var smá vesen að lyfta honum enda mjög mjúkur. Hafðist þó stórslysalaust með aðstoð pönnukökuspaða)


Merkilegt nokk þá var snúningurinn enn góður 3 dögum síðar og ekki alveg grjótharður og þurr. Ég myndi því segja að þetta geymist vel

hvernig gekk ykkur að búa þetta til og hvað fannst ykkur ?

kv
Ragna Björg



SHARE:

9 ummæli

  1. Nafnlaus7:23 e.h.

    Vá flott og hrikalega girnilegt.. Held bara að ég verði að prófa þetta. :)
    kv Petra

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus8:15 e.h.

    vá hvað ég er spennt fyrir að prófa þetta við tækifæri! Leit út fyrir að vera einhver geimvísindi á fyrstu myndinni en sýnist ekki... :)

    Helena

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus7:17 f.h.

    óóó þetta var svo gott!!

    kv
    Brynja

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus8:40 e.h.

    Þetta verð ég að prófa, læt vita
    Bestu kv Sigga

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus7:13 e.h.

    Fékk svona í dag, var geggjað gott, snillaruppskrift :D
    Takk fyrir

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus5:57 e.h.

    vááá girnilegt, en hvað er vanillu extract??

    SvaraEyða
  7. http://www.ragna.is/2010/11/vanilla-ea-vanillubrag.html Hér er blogg sem fjallar um hvað Vanillu extract er

    SvaraEyða
  8. Vá! Þetta var geggjað!!!
    Ég gerði hinsvegar smá breytingar...
    Ég fékk einusinni rosa góðar graskersmuffins með sjúklega góðum glassúr! Ég er búin að vera að leita að uppskriftum fyrir þennan glassúr og varð þessi fyrir valinu. Ég sumsé notaði í staðin fyrir hlynssýrópsglassúrinn svokallað "browned butter icing". Ég notaði 1 1/2 uppskrift af fyllingunni. Svo bætti ég við fyllinguna bara örlitlum kanil og smá vanilludufti.
    Vá vá vá hvað þetta var gott!!!
    Þetta verður gert aftur og aftur.
    Takk fyrir mig elsku Ragna!
    Kær kveðja Tinna bumba ;)

    SvaraEyða
  9. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig