miðvikudagur, 19. maí 2010

Hollara túnfisksalat


Þetta salat er mun hollari útgáfa af venjulegu túnfissalati.

Ekkert majones er notað og í staðinn er notuð kotasæla og sýrður rjómi


Það lítur meira að segja út eins og venjulegt túnfissalat

Ansi gott með Ritzkexi... 


Aðferð:
Túnfiskurinn brotinn vel í sundur og settur í skál ásamt kotasælu og sýrðum rjóma. Eggin skorin niður í litla bita eða sett fyrst langsum og svo þversum í eggjaskera. 
Laukurinn skorinn MJÖG smátt (Til að læra að skera lauk skoðið þá þetta myndband). Öllu er hrært vel saman og kryddað eftir smekk. Mér finnst best að setja karrí aukalega. 


Uppskrift: 

1 dós af túnfiski í vatni 
1 dós af kotasælu
1/2 dós af 5% sýrðum rjóma
3 egg (eitt egg bara eggjahvíta) 
1/2 laukur, saxaður smátt
Salt og pipar eftir smekk
Ef til vill einnig Aromat + karrý


P.s. 
Rosalega gott að bæta við papriku og gúrku út í salatið. gjörið svo vel! 
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig